Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 104
SKAGFIRBINGABÓK
myndum og ákveðið ánni farveg á núverandi stað. Hefði sá ekki
einungis lagt grundvöllinn að Merkigilinu, heldur einnig Stranga-
lækjargili, en þau gil virðast vera jafnaldrar, þó að stærðarmunur
sé ærinn.
Svo virðist sem hraungangar hafi að einhverju leyti lagt frumdrög
að giljum hér um slóðir. Hefur líklega kárnað um berglögin til
hliðar, þegar hraunið gekk upp. Vatn hefur síðan leitað í sprungur
þessar og hafið gröftinn með fram bergveggjunum. Slíkir gangar
með stefnu samhliða giljunum koma mjög fram í Bæjargilinu á
Gilsbakka, Mosgilinu, sem er nokkru utar, svo og í Jökulsárgili, t. d.
milli Bústaða og Gilsbakka. Þar sem sér fyrir hraungöngum í Merki-
gili, þá hafa þeir yfirleitt svipaða stefnu og gilið.
Hlein heitir klettur einn myndarlegur suður og upp frá Stigaseli.
Er Hleinin sýnilega hluti af hraungangi. Virðist gangur sá hafa kom-
izt hærra en flestir nágrannar hans. Er stefna Hleinarinnar mjög hin
sama og Merkigilsins. Líklega er sá hinn mikli gangur undirstaða
Fagradalsmela, en svo heita melar þeir, sem verða milli Fagradals og
Merkigils. Er ekki trútt um, að gangurinn skjóti þar upp kollinum,
ef vel er að gáð. Gæti þessi gangur verið verkfræðingurinn mikli,
sem ákvað Merkigilinu endanlega stað, en gat ekki komið fram
áformi sínu, fyrr en ísaldarjökullinn hafði hopað nægilega inn á
Austurdal og Bakkadal. Það mun vera þessi sami öflugi gangur, sem
kemur fram í Jökulsárgili rétt norðan við Merkigilið og áin rennur
gegnum í þröngu hliði. Ferðamaður, sem nýlega skoðaði þennan stað,
sagði að hvergi í heiminum myndi vera hægt að safna saman jafn
miklu vatni með jafn lítilli stíflu. Þetta kánn að vera fullmikið sagt,
en fyrr mætti það gagn gera. Er engu líkara en náttúruöflin hafi
þegar í upphafi gert ráð fyrir virkjun vatnsorku á þessum stað.
Það myndu jarðfræðingar telja, að dalurinn væri sorfinn og slíp-
aður niður undir botn af ísaldarjökli, en Merkigilið væri að mestu
grafið af ánni eftir ísöld.
Ef við nú stæðum á Merkigilsbarmi, þar sem vegurinn liggur yfir,
þá kynnum við því að undrast það, að dalurinn er nokkru dýpri en
gilbarmarnir báðum megin. Hafi nú gilið grafizt eftir ísöld, en dal-
urinn sorfizt niður undir botn af ísaldarjökli, hvernig gat hann þá
102