Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 198
SKAGFIRÐINGABÓK
dal, Erlendssonar, bónda á Vatni á Höfðaströnd. Börn þeirra Björns
og Soffíu voru, auk Halldórs, Soffía kona Jóns Ólafssonar bónda á
Vestara-Hóli í Flókadal, og Una móðir Guðbrands sláturhússtjóra í
Siglufirði, áður bónda á Höfða í Skagafirði.
Ég hef ekki haft tækifæri til að rannsaka feril Halldórs í æsku,
en ég hygg þó, að hann hafi alizt upp á Róðhóli hjá foreldrum
sínum fyrst, en sjálfur sagði Halldór mér, að hann hefði notið lítils
ástríkis. Mun hann hafa farið til vandalausra innan við fermingar-
aldur.1
Halldór hefur eitthvað lent í ástamálum áður en hann giftist
Onnu, því dóttur eignaðist hann, en ekki man ég, hver móðir henn-
ar var. Dóttirin var Guðrún, sem varð kona Stefáns Magnússonar,
og áttu þau lengi heima í Siglufirði.2
Halldór og Anna munu hafa byrjað búskap á Heiði í tvíbýli við
Davíð Benjamínsson. Síðar fluttust þau svo að Klóni, sem nú er
löngu komið í eyði, og svo að Syðsta-Hóli,3 og þar dó Halldór 29.
janúar 1914, en Anna lifði lengi eftir það og dó á Keldum eftir
1930. Anna hafði verið mesta myndarstúlka og hafði Halldór verið
í fyrstu mjög hrifinn af henni. Hafði hann sagt, er þau voru komin
í eina sæng giftingarkvöldið: „Það skal Drottinn vita, að ég skal
fara vel með þessa Guðs gjöf," en talið var, að lélegar efndir hefðu
orðið á því dýra loforði. Hafði Halldóri bráðlega þótt Anna eyðslu-
söm og verkalítil og hann verið hálfgert meinhorn við hana, jafnvel
1 Halldór fór tveggja ára í fóstur norður að Krosshóli x Skíðadal og dvaldist
þar til átta ára aldurs, er foreldrar hans tóku hann til sín að nýju. Vitnis-
burður hans við fermingu: „Allvel gáfaður, ágætlega kunnandi, illa lesandi,
sagður pöróttur." (H. P.)
2 Guðrún var fædd 1. ágúst 1856. Móðir hennar var Halldóra Einarsdóttir,
úr Fljótum, þá vinnukona á Yzta-Hóli (d. á Felli þ. 10. febrúar 1860, þrítug
að aldri, ógift). Hún hafði áður alið Halldóri tvö börn, dreng og stúlku,
sem létust ung. — Enn eignaðist Halldór barn fyrir hjónaband, dóttur, sem
Lilja hét, f. 2. ágúst 1861. Móðir hennar var Guðbjörg Jónsdóttir, bónda
Jónssonar á Hrauni í Sléttuhlíð. (H. P.)
3 Halldór bjó á Heiði 1866—76, því næst á Klóni til 1887 og eftir það á
Syðsta-Hóli til 1914. (H. P.)
196
/