Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 155
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
Ekkjan minntist á þetta við þá bændur, er þarna voru viðstaddir,
en enginn gaf sig fram, enda flestir gangandi. Þorvaldur í Hólkoti,
sem þarna var viðstaddur, heyrði þetta sem aðrir, og þar sem hann
fann, að sér var málið skylt, þar sem ekkjan var tengdamóðir hans,
segir hann að reyna verði að fylgja prestinum, en verst sé, að hann
verði honum líklega til tafar á púlshesti þeim, er hann ríði. Var nú
tafarlaust búizt til ferðar. Og þegar séra Bjarni er á bak stiginn,
blakar hann við hesti sínum, sem þegar tekur sprett upp úr túninu.
Lágur grjótgarður var um túnið að ofan og hlið á, þar sem heim-
reiðin var.
Nú skal segja frá því, að Þorvaldur átti klárhest ágætan, sótrauðan
að lit, bæði viljugan og eldskarpan, mesta stólpagrip að vexti og afli.
Rauður Þorvaldar hafði staðið í rétt um daginn og var nú kaldur
og órólegur, svo augnablikstöf varð við að komast á bak, þar sem
hesturinn var stór og kviklátur, en maðurinn frekar lágur. En er
Þorvaldur hafði setzt í hnakkinn, beinir hann hestinum ekki í tröð-
ina, heldur suður og upp túnið, vissi hann að garðurinn var lágur
syðst. Tekur nú Rauður gríðarlegan stökksprett, stökkur yfir garð-
inn, svo hvergi kom við, heldur svo sprettinn fram fyrir prestinn
langt suður á götur. Þegar kom inn fyrir svonefnt Leiti, hleypur
Þorvaldur af baki og bíður prests. Og er séra Bjarni nálgast, segir
hann: „Þér eruð á vitlausum hesti, maður, og þó kallið þér þetta
púlshest." Þorvaldur brosti og gegndi: „Já, ekki er hann alinn, það
er lítið til að gjöra það með á Reykjaströnd." Urðu þeir svo sam-
ferða, það sem eftir var leiðar til Sauðárkóks.
Segir nú prestur Þorvaldi, að hann óttist mjög um, að ferjumað-
urinn við Ósinn bíði ekki eftir sér. Raunar hafði hann minnzt á það
við hann í morgun, en sér hefði ekki dottið í hug, að hann yrði
svona seint á ferð. Svo sé nú annað enn: Hann hafði lofað bónd-
anum á Tjörn (sem var kot á Borgarsandi) að skíra barn hans í
bakaleiðinni, og því loforði megi hann ekki bregðast, þar sem hjónin
hafi allt undirbúið til þessa.1
1 A Tjörn bjuggu þá Jón Sigurðsson, launsonur Sigurðar Arnasonar bónda
á Reykjum á Reykjaströnd, og kona hans María Þorkelsdóttir.
153