Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 167
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
nótabátnum öðrum og komust upp í hann ómeiddir og lítið volk-
aðir.
Nú tóku skipsmenn fyrst eftir árekstrinum og stönzuðu þegar.
Þétta var botnvörpungurinn Jón forseti frá Reykjavík. Tóku menn
nú að tala saman, en ekki veit ég, hver orð fóru þeirra á milli, en
skipsmenn sögðust ekki hafa séð bátinn. Var nú farið að ná í bát
Friðvins, og var hann lítið brotinn, en allt lauslegt flotið burt, en
sokkið það sem sokkið gat, línan o. fl. Hitt var tínt saman á skips-
bátnum. Fóru þeir upp í skipið, fengu hressingu og fyrirgefningar-
bón. En Friðvin hótaði kæru. Til samkomulags og sátta borgaði skip-
stjóri honum 5—6 hundruð krónur í skaðabætur og skildu þeir að
því. En þó flutti togarinn þá nær fast upp að landi. Fóru þeir svo
í land á sínum brotna báti.
Friðvin Ásgrímsson andaðist 18. október 1923. Hafði hann þá
búið á Reykjum nær 30 ár. Talinn var hann stórefnaður, þegar hann
féll frá. Þær mæðgur brugðu bráðlega búi og fluttust til Sauðár-
króks. Ekkja hans lifði til 1950, síðast búsett á Siglufirði.
Af Ingveldarstaðabúendum
Kristín Ingimundardóttir. Árið 1852 fluttust að Reykjum
á Reykjaströnd hjónin Gísli Andrésson og Kristín Ingimundardóttir.
Held ég, að þau hafi komið vestan úr Refasveit í Húnavatnssýslu.
Gísli var seinni maður Kristínar. Áður hafði hún átt þann mann,
er Jón hét1 og með honum tvö börn, er ég heyrði talað um (gátu
vel verið fleiri), og komu þau með þeim hjónum að Reykjum og
hétu Jón og Kristín.2 — Gísli var bróðir Einars skálds Andréssonar,
sem kenndur var við Bólu og Þorbrandsstaði.
Sennilega hefur Gísli verið hagmæltur, því vísu hef ég heyrt, sem
honum er eignuð og hann gjörði, þegar hann flutti að Reykjum.
Hefur hann komið sjóveg sem vísan hermir:
1 Jónsson, og bjuggu þau Kristin á Núpi í Laxárdal i Hún.
2 Hún er nefnd hér framar; varð tengdamóðir Þorvalds í Hólkoti. Sjá og
frásögn síðar af Sveini í Hólakoti.
165