Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 74
SKAGFIRBINGABÓK
framanskráðu. Þó vilja sumir ætla, að Stefán mágur hans á Mallandi
hafi ort sumar vísnanna alllöngu fyrr. Stefán var kvæntur Ragnhildi,
systur Jóns, og voru þeir mágar á líkum aldri, Stefán fæddur 2.
desember 1832. Hann bjó á Mallandi frá árinu 1854 til dánardæg-
urs 1868. Hafa þeir því verið alllengi samtíða. Stefán var talinn
dulur og fáskiptinn, en vel greindur og hagmæltur, þó að hann flík-
aði því lítt. Hann var einnig smiður góður á tré og skurðhagur og
fékkst mikið við askasmíði. En því er það nefnt hér, að ekki er fjar-
stætt að ætla, að Jón hafi einmitt fengið tilsögn í útskurði hjá mági
sínum.1
Jón byrjar nú búskap á Lágmúla árið 1880 með Guðrúnu sinni
Jónasdóttur. En nú er hún tekin að reskjast allmjög, komin nokkuð
á sextugsaldur. Má ætla, að skáldið hafi verið farið að muna í yngri
og fjörmeiri fylginaut. Og ekki reyndist erfitt að fá þeirri ósk full-
nægt, því að á Lágmúla var og önnur Guðrún og hún ekki nema
26 ára. Guðrún Ingileif hét hún fullu nafni, f. 21. ágúst 1853 vestur
í Hofsþingum, óskilgetin dóttir Guðmundar Ingimundarsonar, vinnu-
manns á Hofi, og Katrínar Benediktsdóttur, vinnukonu á Branda-
skarði. Segir kirkjubókin þetta „hans 5., hennar 2. frillulífisbrot".
Magnús Björnsson á Syðra-Hóli segir um Guðmund þennan, sem
kallaður var blápungur, að hann „hafi verið óeirinn um kvennafar".
Skiptir nú engum togum, að Jón tekur að geta börn með Guðrúnu
Ingileifu. Fyrst fæðist Gottskálk Jón (f. 23. september 1881, d. 14.
október 1881) og ári síðar Stefán Kristinn (f. 9. október 1882, d.
1. marz 1912).
Ólíklegt er, að þessi Guðrúna-skipti hafi gengið með öllu hljóða-
laust hjá garði, og eflaust hefur eitthvað verið um þau rætt í sveit-
inni, þó að það sé sjálfsagt gleymt nú. Varla hefur það verið að
ástæðulausu, að þau Guðrún Ingileif taka saman sínar fátæklegu
pjönkur og flytja í húsmennsku vesmr að Saurum árið 1883. Og
ekki eru þau fyrr komin vestur en síra Eggert Ó. Brím á Höskulds-
stöðum gefur þau saman í hjónaband þann 25. júní sama ár. Hefur
1 í Árbók Fornleifafél. 1968, bls. 39—44, er grein um Stefán á Mallandi
og askasmíði hans eftir Þór Magnússon, þjóðminjavörð.
72