Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
tjaldstaðnum leynilega burt flutt verið, má sýnast að mega burtfalla".
Síðar í dóminum er komizt svo að orði: „... og þó hefur þessi grun-
semi, er sér í lagi hefur fallið upp á hinn burtdauða Jón Egilsson,
sem þann er vitnazt hefur að hafi farið næst við það pláss, hvar
líkin fundust,1 engar sterkari líkur en svo, að þessum í hæsta lagi
kynni að gefast nafn af Viis Formodning um, að þeir af klaustur-
haldaranum Vídalín sigtuðu menn mögulega hefðu kunnað að vera
sekir í líkanna leynilegu burttöku".
Niðurstaða dómsins hljóðar svo:
„Sá af sýslumanni V. Scheving að Stóru-Seylu þann 28. maí
afsagði héraðsdómur í þessari sök er hér með af þessum lögþingsrétti
að öllu leyti staðfestur, en bætur og prósesskostnaður fyrir þessum
lögþingsrétti er á allar síður upphafinn."
Saga frá Skagfirðingum, sem telja má samtímaheimild, getur að
sjálfsögðu dómsins og bætir við: „... féll svo það mál niður og kom
eiðurinn aldrei fram, en þeir Björn og Sigurður hétu síðan hvor
öðrum því, að eiga aldrei mál saman "2 Hafa þeir Björn og Sigurður
sennilega ekki verið krafðir um eiðinn og þeir ekki heldur óskað,
er til kom, eftir að vinna hann. Hefur niðurfall eiðsins vafalaust
vakið umtal og sett skugga á þá í augum almennings.3
Þá er lokið að segja frá Reynistaðarmálum. Hefði ég kosið að hafa
um þau færri orð eða láta þeirra mála lítt getið, ef ég hefði talið
mér það fært. Þótt segja megi, að sakborningar hafi unnið málið
1 Hér er vafalaust átt við það, að Jón Egilsson var í leitinni, er gerð var
að líkunum um sumarið áður en tjaldið fannst, og var skipað í leitina um
þær slóðir, þar sem tjaldið reyndist vera.
2 Sjá enn fremur íslands árbækur í söguformi, Kh. 1854, XI. deild, 42.
kap., bls. 47: „... en aldrei unnu þeir Björn og Sigurður eiðinn".
3 Víst er nærri gengið Birni Illugasyni, að ætla honum hlutdeild eða með-
vitund um rán og hvarf líkanna. Honum mátti vera vel Ijóst, að hann var
trúnaðarmaður þeirra Reynistaðarhjóna. Þau hafa sennilega fengið honum í
hendur peninga til fjárkaupanna og sýnt honum fullt traust. Þetta er að vísu
aðeins hugdetta mín, byggð á þeim kröfum um drengskap, sem gera verður
til allra sæmilegra manna.
26