Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
sorfizt dýpra en gilbarmarnir? Nærtækasta skýring virðist sú, að
stöðumörk jökuls hafi um langt skeið verið í mynni dalsins og hafi
jökullinn sorfið dalinn niður jafnframt því sem áin gróf gilið. —
Nú er það haft fyrir satt, að við jökulrendur myndist jökulurðir
eða ruðningar. Þennan jökulruðning höfum við einmitt á réttum
stað, þar sem er hryggur sá, er vegurinn liggur eftir á nokkrum kafla
í gilinu norðanverðu. Það er líka trúlegt, að áin hafi byrjað tíman-
lega að grafa gilið, því að nú er það orðið um 100 metra djúpt.
Breidd þess mun víðast vera milli 100 og 200 metrar. Lengdin er
tæpur kílómetri.
Gróður og fuglalíf
Um fuglalíf í Merkigili er þetta að segja: Helztu varpfuglar þar
eru valur og hrafn, einkum þó hinn síðarnefndi, sem mun verpa
þar flest ár. Þá má telja víst, að smyrill verpi þar stundum. Gulönd,
toppönd og straumönd hafa sézt á ánni og hafa vafalaust verpt í
gilinu eða frammi á dalnum.
Ekki verður Merkigili hrósað fyrir gróðursæld, sem naumast er
heldur að vænta, þar sem naktir hamraveggirnir eru þess höfuðstolt.
Eigi að síður má þar finna gróðursæla staði báðum megin ár. Mosa-
gróður mikill er að sunnanverðu og samfelldur grasgróður í Mið-
stigstorfum. Þar var stundum slegið til forna. Að norðan í gilinu er
samfelldur gróður aðeins á stöku stað í skýrt afmörkuðum geirum.
En hvarvetna eru plöntur á stangli. Kennir þar margra grasa.
Af sjaldgæfari plöntum má nefna bláhveiti og jarðarber, sem vaxa
í litlum stíl í Einstigsgeira. Ein birkihrísla er í Einstigsgeira. Óx
hún fyrst úr grasi, er hún friðaðist fyrir ágangi sauðfjár, þegar girt
var vegna sauðfjárveikivarna. Var girt yfir gilið á Miðstig. Lá girð-
ingin undir stöðugu grjóthruni úr gjánni, og varð að reisa hana úr
rúst á hverju vori.
Hér verða taldar upp þær tegundir háplantna, sem höfundi þessa
þáttar tókst að finna í Merkigilinu sumarið 1969. Ekki má líta á
listann sem tæmandi skrá yfir tegundir í gilinu. Kemur þar margt
104