Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 199
HALLDÓR Á SYBSTA-HÓLI
látið hana bera heybandið af túninu og vinna mörg þau verk, sem
ekki eru talin við kvenna hæfi.
Þau Halldór og Anna voru alla ævi mjög fátæk, en þó ekki manna
þurfar. Þau ólu upp barn frá æsku, Guðmund Þorleifsson, og reynd-
ust honum sem eigin barni. Annaðist hann fóstru sína, er hún varð
þess þurfandi, og er hinn nýtasti maður.
Halldór var allra manna þrifnastur með persónu sína og allt, sem
hann umgekkst. Hann var og fjármaður svo góður, að það var annál-
að víða um. Ekki var það þó svo að skilja, að Halldór eyddi minna
heyi í kindur sínar en nokkur annar, og var hann þó heyspar, heldur
hitt, að hann passaði upp á það, að hvert og eitt strá, sem hann gaf
þeim, yrði þeim að notum. Það var grandvart, að nokkurs staðar
sæist strá í króm eða í lagði á kindum Halldórs; þær voru eins og
þær hefðu legið á fáguðu stofugólfi og svo viðbrigða vel aldar, að
framgengnir voru gemlingar Halldórs svo kópspikaðir, að þeim brá
við, þegar þeim var sleppt út að vorinu, jafnvel þótt gróður væri
nokkur kominn.
Eitt harðindavorið milli 1880 og ’90 lá Hrolleifsdalur allur undir
snjó, svo að engin sauðsnöp voru þar. Þá fékk Halldór leyfi hjá
föður mínum að koma með kindur sínar út að Heiði, og gat faðir
minn lánað honum hús fyrir þær, því fullorðna féð hans hafði verið
látið að sjónum til að nota þarabeitina. Halldór var á Heiði alllangt
fram yfir sauðburð eða þangað til upp var tekið í Hrolleifdal og
gróður kominn þar. Kindur hans voru í bezta lagi. Hann vildi ekki
beita þeim að sjónum, en hélt þeim til beitar á Stafárdal og var yfir
þeim á daginn mestalltaf. Halldór var kunnugur Heiðarlandi frá
því hann bjó þar og vissi vel, hvar beitin var bezt og notaði hana
vel. Hann fór framan af heim um helgar og sótti hey í poka og bar
það á bakinu framan frá Klóni og út að Heiði og er það löng leið.
Halldóri farnaðist vel með kindurnar og minnir mig, að lömb lifðu
undir flestum eða öllum ánum hans. Ekki held ég, að faðir minn
hafi tekið neina borgun af Halldóri fyrir þetta né fyrir fæði hans
um vorið aðra en þá, að Halldór vann að móupptekt með heima-
fólki.
Með Halldóri vann m. a. að mótekjunni annar karl, sem var á
197