Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 153
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
menn. — Og nú köstuðu menn mæðinni. Svo var skipið sett upp að
klettunum og um það búið, svo sem mögulegt var. Auðvitað vissu
þeir, að ef brimið þyngdist til nokkurra muna, var báturinn og allt
dót tapað, en við því var ekkert hægt að gjöra. Innst af fjörunni
komust þeir upp einstigi, er Þorvaldur þekkti, gengu síðan heim að
Reykjum og var vel fagnað.
En það er frá hinum Reykjabátunum að segja, að þeir fóru sem
næst jafnsnemma á sjóinn, Þorleifur þó heldur á undan. Þegar hann
kom rétt fram fyrir Diskinn (nesið), sá hann, að farið var að rjúka
norður með fjallinu. Felldi hann þá þegar segl og sneri til lands, en
svo var veðrið hart, að ekki náðu þeir lendingunni, heldur lentu
þeir norðan við nesið í svonefndri Sandvík.
Björn sá hverju fram fór, sneri hann þegar við og náði lending-
unni með herkjum.
Brimið óx ekki um nóttina, og tveim dögum síðar sótti Þorvaldur
og menn hans bátinn.
Þennan dag urðu miklir mannskaðar hér um slóðir. Á Skagaströnd
fórust og drukknuðu tvær skipshafnir eða tíu menn. Af Skaga fórust
einnig tvær skipshafnir eða ellefu menn. Annar báturinn var úr
Sævarlandsvík, hinn úr Selvík. Formaður á honum var Sigurður
hreppstjóri Víglundsson, hinn mætasti maður. Ennfremur drukknuðu
sex menn á Skagafirði úr Hofshreppi.
Árið 1885 var búskapur Þorleifs á Reykjum farinn að ganga svo
saman, að hann vildi minnka fólkshald sitt. Réðst þá Þorvaldur í
burtu. Fékk hann sér húsmennsku í Sveinskoti við Ingveldarstaði.
Hann keypti minni sexæringinn af Þorleifi og hélt honum úti frá
Ingveldarstöðum vor og haust. Hann átti og nokkrar skepnur, fékk
hann heyskap handa þeim þarna og hirti þær að vetrinum. — Þess
má geta hér, að Þorvaldur var ágætur skepnuhirðir. Raunar þótti
hann beita sauðfé sínu fullmikið, en hann lét það ekki standa eða
liggja úti í haganum, því hann stóð ætíð yfir því, ef slæmt var veður,
og sparaði með því marga heytugguna, enda alinn upp í skóla harð-
inda og hafísára, sem hverja stund varð að nota og hvert strá að
151