Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
haf ásamt einhverju af börnum þeirra. — Meðal barna þeirra var
Sigríður, kona Lárusar Stefánssonar í Skarði, móðir Ólafs hreppstjóra,
er þar býr nú.
Sveinn Sigvaldason fluttist síðar til Sauðárkróks og dó þar háaldr-
aður.
Gunnar skipi. Að Meyjarlandi fluttist 1888 Elísabet Aradóttir,
ekkja frá Kjartansstöðum á Langholti. Hún átti nokkur börn, flest
stálpuð. Ráðsmaður hjá henni var Gunnar Jónsson frá Kárastöðum
í Hegranesi. Þau giftust síðar og bjuggu á Meyjarlandi um það bil
10 ár.
Gunnar var flestum mönnum hagari til smíða. Alveg var hann
ólærður,1 en tók sér fyrir hendur að smíða hvað sem menn þurftu
á að halda, allt frá skipum til skónála. Hann smíðaði sér líka verk-
færin til að vinna með, t. d. rennismiðju og ótal margt fleira. Hann
smíðaði og gerði við mesta fjölda báta, stærri og smærri, nær og
fjær. Hann var fenginn til bátasmíða af Blönduósi og Skagaströnd,
Hofsós og jafnvel víðar. Rokka smíðaði hann allmarga, byggði bæi
o. fl. Kunnastur var Gunnar fyrir skipasmíðar sínar, sem hann fram-
kvæmdi kringum allan Skagafjörð og í Austur-Húnavatnssýslu, eins
og áður er sagt.
Frá Meyjarlandi fluttust þau hjón að Ingveldarstöðum ytri og voru
þar fá ár. Eftir það bjuggu þau á nokkrum stöðum. Síðast fluttist
Gunnar til Sauðárkróks, og þar dó hann 1944. Hann var almennt
kallaður Gunnar skipi. Hann var skemmtilegur í allri sambúð, sífellt
glaður og reifur. Þessi vísa var gjörð um Gunnar:
Lét ei fipast hönd né huga,
að hagleiks lipurð nafnkunnur,
smíðaði gripi, er gjörðu duga,
Gunnar skipi kallaður.
1 í Skagf. æviskrám II. b. er þáttur af Gunnari, og er hann þar sagður hafa
lært skipasmíði. Skaplyndi hans er þar og lýst nokkuð á annan veg en gert
er hér síðar.
176