Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 152
SKAGFIRBINGABÓK
irnir úr ýmsum áttum. Kom að því, sökum roks og ágjafar, að leggja
varð upp árar í austurrúmi til að ausa, en fjórir héldu við, eftir því
sem orka leyfði.
Það taldi Þorvaldur, að klukkan myndi hafa verið nálægt níu, þeg-
ar þeir byrjuðu barninginn. En áfram var barið og barizt næstu þrjá
klukkutímana og mikið hafði áunnizt. Annað slagið þurfti að ausa,
og þá rak. Tóku menn nú að þreytast.
Það sýndist Þorvaldi, þá sjaldan til lands sá fyrir rokinu, að heldur
færi brimið vaxandi og eins hitt, að talsvert mundi fletja norður,
en þó jafnframt ganga ögn í vestur. Voru þeir nú komnir talsvert
norður fyrir Reykjadisk, sem er nes norðan við lendinguna, svo sýni-
legt var, að lendingunni næðu þeir ekki. En þegar dró undir há-
fjallið, var það bót í máli, að byljirnir komu sumir norðan með
klettunum, og gekk þá ögn suðvestur á meðan. Aftur komu aðrir
sunnan með og gekk þá ekkert í áttina. Það sáu þeir, þegar nær dró
fjallinu, að brim var orðið allmikið.
Svo hagar til þarna norðan undir Tindastól, að vestan til er engin
fjara, sem heitið geti undir klettunum, en þegar austar dregur, er
malarfjaran heldur mjó á alllöngum kafla, kölluð Langafjara. Sá Þor-
valdur, að sú var ein lífsvon þeirra, ef hægt væri að þokast ausmr
með og lenda á fjöru þessari. Segir hann piltum sínum þetta og
kveðst treysta þeim til að duga vel svo sem hálftíma enn. Tóku menn
því vel. Var nú ausið og síðan hertur róðurinn á ný.
Þegar inn með fjörunni kom, sá Þorvaldur að illlendandi var og
mjög óvíst, hvort tækist að bjarga skipi og mönnum, en nú varð á
það að hætta, því menn voru þrotnir að kröftum eftir slitalausan
barning um 6—7 klukkustundir. Athugar hann vandlega, hvar helzt
muni tiltækilegt að renna upp að. Þarna undir fjallinu var rokið
ekki samfellt, en kom sitt á hvað.
Leggur nú Þorvaldur upp ár og setur fyrir stýri. Biður hann menn
sína að róa lífróður, en varast skuli þeir mest að verða undir bátn-
um, ef hann byltist flatur. — Er svo gjört, að menn róa af alefli, en
formaður stýrir undan brimsjóunum.
Ekki kann ég frá að segja aðförum eða handtökum við landtöku
þessa, aðeins skal þess getið, að allt komst heilt á fjöru, bátur og
150