Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 50
SKAGFIRÐINGABÓK
ég hana frá öðrum manni, sem ég tek mark á og nærri stóð góðum
heimildum.
Séra Ólafur Þorvaldsson, síðast prestur í Viðvík, þjónaði um skeið
Hofstaðasókn og bjó þá á Hjaltastöðum (1847—1861). Urðu þeir
Björn Illugason góðir mátar og ræddust oft við eftir messu á Hof-
stöðum. Umræðuefni þeirra voru um allt milli himins og jarðar,
m. a. trúmál. Fór þar hvor sína leið og voru ekki alltaf sammála.
Eitt sinn áttu þeir tal saman um Davíð konung. Presmr hélt hans
taum, en Björn mælti á móti, þótti hann lítill guðsmaður hafa verið
og vitnaði til þess, er Davíð hafði miður farið. „Hann iðraðist ein-
læglega synda sinna og vætti sæng sína beiskum tárumsagði prest-
ur. Þá svaraði Björn samstundis: „Það veizt þú ekkert um, hann gat
eins hafa migið í hana." Þessa sögu segi ég hér, þótt klúryrt sé, af
því að hún lýsir vel, hve vægðarlaust Björn hélt jafnan á máli sínu
og hopaði aldrei.
Eitt sinn kom góðkunningi Björns til hans að Hofstöðum. Var
það á síðustu árum Björns. Sagði þá gesturinn, að Birni hefði ílest
til auðnu gengið á langri ævi. Þá svaraði Björn: „Nítján sinnum
hef ég mætt fyrir rétti, og hefur sjaldan unnizt mikið á mér, en
tuttugasta réttarhaldið á ég eftir — og líklega verður það erfiðast."
Ekki var Birni tamt að fárast eða hafa mörg orð um atburði þá,
er orðið höfðu, þótt betra hefði mátt kjósa. Þó gat hann þess, er
hann ræddi eitt sinn við góðvin sinn á síðustu árum sínum, að ætíð
væri sér hugstætt frá Móðuharðindunum, er hann átti líf sitt undir
því komið að fá athvarf og framfærslu hjá bónda þeim, er hann bað
liðveizlu og áður er um getið. Taldi hann sig iðra þess mjög, að
hafa ekki heldur kosið verðganginn og eiga þar með fullkomlega á
hættu að týna lífi sínu, en að varna keppinaut sínum vistarinnar.
Það sagði hann, að ylli sér sárum sviða að hafa orðið til þess að
valda honum dauða.
Björn Illugason dó 10. febrúar 1856. Guðrún kona hans var kyrr
á Hofstöðum. Hún dó þar 7. júní 1862.
48