Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 189
GAMLIR DAGAR
á næstu bæjum, fengum t. a. m. ekki kíghósta og mislinga í bernsku.
Ég held, að sveitungar mínir hafi yfirleitt ekki vitjað iæknis út á
Sauðárkrók nema mjög mikið lægi við. Það var þá heldur sótt til
þeirra hómópatanna, Þorkels gamla í Flatatungu og Sigmundar á
Vindheimum. Margir töldu Kínalífselexír flestra meina bót. Við sár
var lagður kerlingareldur og bundið utan um. Það gafst vel. — Flest
höfum við systkin náð háum aldri, þótt margs færum við á mis í
æsku, sem nú er talið ómissandi.
Okkur börnunum stóð nokkur stuggur af mathákum. Maður hét
Lárus, kallaður malari, því að hann malaði korn fyrir fólk, og var
hann hið mesta átvagl. Þegar baunir voru hafðar til matar, voru hon-
um jafnvel færðar þær í þvottafati. Hann hafði spóninn sinn með
sér, hvert sem hann fór, og sagði svo, er hann tók hann upp úr
vasa sínum: „Ég hef nú hann Geira minn með mér." Svo nefndi
hann spóninn. — Mér var sagt, að illa hefði verið farið með Lárus í
uppvexti. Er heimafólk gekk til útivinnu eða fór allt að heiman,
svo sem til kirkju sinnar, var barnið bundið ramlega við rúmmara
eða þá stoð.
Alltaf var tekinn kennari á heimilið, meðan við börnin vorum
ung. Ég man fyrst eftir Sveini Eiríkssyni á Skatastöðum. Einnig
kenndu þau heima Margrét Pálsdóttir, alsystir Tómasar á Bústöðum,
mágs míns, Jóhann Jónasson, síðar bóndi í Litladal í Tungusveit,
Guðrún, móðursystir séra Helga Konráðssonar, og Nikódemus Jóns-
son, síðast á Sauðárkróki, unnusti Helgu systur minnar, sem dó litlu
síðar en hann kenndi heima. Heimafólk kenndi okkur börnum að
lesa, þegar enginn kennari var. Sveinbjörg systir var einu og hálfu
ári eldri en ég. Systur mínar sátu hvor á sínu rúmi og spunnu, sat
þá Sveinbjörg á milli þeirra á kassa og las í Nýja testamentinu. Við
lærðum flest að lesa á það, á því var svo gott letur. Ég stóð þá
frammi við hnéð á Sveinbjörgu og lærði að lesa öfugt; hef þá verið
fimm ára. Síðan er mér sama, hvernig ég sný bókinni. Meðan ég
kenndi, voru börnin oft að reyna mig í þessu, og þótti þeim færni
mín mikil!
187