Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 115
MERKIGIL
Leiðin suður yfir gilið á Einstig byrjar á horninu á milli Merki-
gilsins og Jökulsárgilsins. Er farið fyrst eftir brattri skeið austur í
gjá eina. Yfir þrep nokkurt er að fara austur í gjána. Síðan liggur
leiðin niður gjána, ofan í grasgeira, sem kallaður er Einstigsgeiri.
Það skal tekið fram, að nokkur frávik frá venjulegri leið niður klett-
ana í norðurbarminum eiga ekki að koma að sök. í Einstigsgeira
skiljast leiðir. Gamla leiðin, sem kölluð er, liggur áfram niður geir-
ann, niður úr honum vestanverðum ofan að ánni, síðan yfir í geir-
ann hinum megin. Þaðan er farið beint upp röðul þann, sem verður
á milli giljanna. Efst á röðlinum verður fyrir skarð allmikið, örðugt
yfirferðar. Áður fyrr var það greiðfært, en stækkaði smám saman og
varð illt yfirferðar. Lagðist þá leið þessi af, en ný var tekin upp.
Var þá haldið austur úr Einstigsgeira eftir brattri skeið, skáhallt
niður úr klettunum, því næst upp með ánni og yfir hana neðan
undir næsta grasgeira í gilinu norðanverðu, síðan fyrst í stað upp
gjá þá, sem liggur í fyrrnefnt skarð á gömlu leiðinni. Þeirri stefnu
er síðan haldið í aðalatriðum upp á barm. Stefnt er vel austan við
skarðið. Efst í gilinu að sunnan er erfiðasti kaflinn á Einstigsleið-
inni nýju.
Stundum er farinn Brúnskurður að norðanverðu, en ekki um Ein-
stigsgeira. Brúnskurður er að vísu klettalaus að mestu, en erfiður
vegna lausagrjóts, og um hann liggur ekki skemmsta leið milli bæj-
anna.
Oft var Merkigilsá ill yfirferðar, áður en hún var brúuð, og stund-
um ófær með öllu á venjulegri leið. Var þá oft farið yfir hana
frammi í Réttarhvammi, sem er skammt inni á dalnum. Þar voru
oftast betri vöð. Tæplega varð sú leið farin með klyfjahesta, þar sem
hún lá um snarbratta hlíð Merkidalsins milli Dranga og Svörtugjáa.
Ekki var dæmalaust, að farið væri fram að Grjótá til að komast
yfir Merkigilsá, en Grjótá fellur í hana Bakkadalsmegin nálægt miðj-
um dal. Eru þar jafnan þrautavöð.
Steinn einn allmikill er í ánni um 20 metrum ofan við brúna.
Var hann hafður til marks um, hvort áin væri reið eða ekki. Rynni
áin stöðugt yfir steininn, var hún talin ófær á hesti. Nú þarf ekki
lengur á þessum mælikvarða að halda. Svo er brúnni fyrir að þakka.
8
113