Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 17
SVEINN ÞORVALDSSON SKAKMABUR
teflt á Skákþingum íslendinga í Reykjavík 1928, á Siglufirði 1930
og á Akureyri 1934. Á mótunum í Reykjavík og á Akureyri náði
hann ekki jafnlangt og á skákþinginu 1927, en á Siglufirði tefldi
hann úrslitatafl um skákmeistaratitil íslands við Hannes Hafstein,
ungan skákmann, er varð skammlífur, og beið lægri hlut. Þetta skák-
þing var illa sótt, einungis 5 menn í I. flokki, og þar vantaði helztu
skákkempur landsins.
Skákþing Norðlendinga á Akureyri 1935 var aftur á móti fjölsótt.
Þar tefldu í tveimur flokkum 23 menn frá 9 félögum, þar af 10 í
I. flokki. Efstur í þeim flokki, og um leið skákmeistari Norðurlands,
varð Sveinn Þorvaldsson, hlaut 8 vinninga, tapaði engri skák, en
gerði tvö jafntefli. Næstur honum gekk Guðbjartur Vigfússon frá
Húsavík. Fylgdust bæjarbúar með mótinu af óblöndnum áhuga, „sér-
staklega þó töflum þeirra Guðbjarts og Sveins, því lengi vel mátti
ekki á milli sjá, hvor hlutskarpari yrði," segir í skákblaði.
Sigur Sveins Þorvaldssonar á Skákþingi Norðlendinga blés endur-
nýjuðum þrótti í taflfélagið á Sauðárkróki. í nóvember 1935 boðaði
Sveinn við þriðja mann til aukinnar félagsstarfsemi og var kosinn
formaður. Nýir félagar bættust í hópinn, og allt sýndist ganga í hag-
inn. Sveinn hafði verið formaður eitt sinn áður, en athafnalítill og
yfirleitt ekki skipt sér af ákvörðunum félagsins, ef dæma skal eftir
fundargjörðum þess. Nú virtist hann ætla að láta meira til sín taka.
Annað vildi þó sá, er öllu ræður.
Hinn 13. desember 1935, að áliðnum degi, átti Sveinn Þorvaids-
son sem oftar leið „út í Krók" og gekk þar, sem nú er Freyjugata.
Þegar hann kom að brúarpalli, sem þá var á Sauðá ofan fjörukambs-
ins, mætti hann tveimur mönnum á suðureftirleið. Annar þeirra var
formaður á opnum vélbát, sem Njörður hét, og ætlaði í róður þá um
nóttina, en vantaði mann, því landmaður hafði nýsagt upp starfa sín-
um og bjóst til suðurferðar. Bátsformaðurinn hafði dregizt á að hóa
í kunningja sinn einn, þegar hinn maðurinn færi, og var nú á leið
heim til hans. Sá, er var með formanninum í fylgd, hafði verið í skip-
rúmi á Nirði, en gerðist nú landmaður í stað hins. Sveinn spyr, hvort
15