Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 200
SKAGFIRBINGABÓK
heimilinu, Níels Níelsson, talinn af ýmsum launsonur Níelsar Hav-
steen í Hofsós. Hann hafði búið í Hálsi í Fljótum, flosnað upp og
verið flutmr á Fellshrepp, og lenti það á föður mínum að taka hann
yfir vorið. Faðir minn var ekki við mótekjuna þetta vor og setti
karlana til að stjórna henni. Þeim kom illa saman við það, því báðir
vildu vera þar einvaldir. Eitt sinn var Níels að stinga mókistu, en
Halldór kastaði upp. Vatnsþungi lá allmikill á kaldabakkanum, og
var Halldór smám saman að finna að því, að Níels styngi ekki bakk-
ann nógu fláan, en Níels mótmælti því og kvað Halldór hræddan.
Kýttu þeir um þetta, þar til bakkinn sprakk inn og vatnið fossaði
inn í gröfina. Halldór var léttari á sér en Níels, sem var nokkuð
feitur, og slapp Halldór upp, en bleytti annan fótinn upp að hné.
Níels aftur á móti stóð í svaðinu upp í rass og varð að hjálpa hon-
um upp úr. — „Hjá, þarna sérðu Níels, hvað hefst af helvítis þrá-
anum og heimskunni í þér," sagði Halldór, „ég blotnaði í fótinn."
En þá var Níels svo reiður, að hann reiddi upp smnguspaðann um
leið og hann sagði: „Ég hélt, að ég hefði nú blotnað meira en í
annan fótinn, skræfan þín." Halldór svaraði: „Ja, ég hefði unnið til
að blotna allur, ef þú hefðir getað kafnað í gröfinni." — Þá lét
Níels spaðann ríða að höfði Halldórs, en hann fékk skotið sér und-
an, og var svo gengið í milli þeirra. Báðir klöguðu þeir hvor annan
um kvöldið fyrir föður mínum og afsögðu með öllu að vinna saman
framvegis. Fékk þó faðir minn sætt þá með fortölum, og var sam-
vinna þeirra sæmileg í móvinnunni eftir það.
Halldór var daglegur heimagangur á Yzta-Hóli og var sérlega vel
við þá bræður, Sölva og Konráð, og konur þeirra. Hvorutveggja
þessi hjón voru hinar mesm mannkosta manneskjur og mjög gest-
risin. Átti Halldór þar ávallt góðgerðir vísar og að leyst væri úr
brýnum þörfum hans, er honum lá á. Mat hann þetta sem verðugt
var og var ávallt boðinn og búinn til vika, ef á lá fyrir heimilin.
Hinu er ekki að leyna, að þeir bræður höfðu Halldór smndum að
leiksoppi. Halldór var að vísu ekki ógreindur, en hann var hrekk-
laus og ákaflega trúgjarn. Þetta notuðu þeir bræður sér oft, en alltaf
198