Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 157
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
um skellur yfir ólag mikið og gekk bæði yfir hvalinn og manninn,
en hann lét sér hvergi bregða, heldur krækti eldsnöggt ífærunni í
sárið á hvalskrokknum, fór svo með kaðalinn, sem í var hnýttur, til
mannanna, sem tóku nú til að draga upp skepnuna. En Þorvaldur
fékk sér aðra ífæru og vóð fram að hinum hvalnum og setti krók-
inn í blástursholuna (nasirnar), fékk þeim svo endann. — Þökkuðu
þeir honum góða liðveizlu. Kvaddi hann þá síðan og sté á bak Rauð
sínum.
Saga þessi er að nokkru eftir sjónarvotti, er þarna var við, og eins
eftir sögusögn konu minnar, er var unglingur þarna á næsta bæ og
heyrði mikið talað um hreystiverk Þorvaldar, sem hann varð frægur
fyrir um nærsveitina og talið var, að fáir mundu eftir leika. — En
það er frá Þorvaldi að segja, að hann reið hiklaust heim í Hólkot,
alvotur frá hvirfli til ilja, og ekkert varð honum meint af volkinu.
En svo sagði hann frá síðar, að aldrei á ævinni hefði hann riðið jafn
illa og út Reykjaströnd þessa nótt.
Eins og áður er að vikið, fór Þorvaldur að búa á öllu Hólkoti
1888. Tók hann þá móður sína til sín, sem var blind orðin, og var
hún hjá honum til dauðadags.
Fyrstu búskaparárin hélt Þorvaldur úti báti sínum, fyrst til Drang-
eyjar á vorin og svo til fiskjar á haustin. — En nú leið brátt að því,
að ekki var hægt að fá menn úr sveitinni til að róa á Reykjaströnd.
Fóru þeir ekki lengra en til Sauðárkróks. Þar var þá að rísa upp
talsveð útgerð, og þar voru nógir bátar, sem hægt var að fá
lánaða nokkra daga eða vikutíma, þegar fiskur var genginn. Þetta
þótti sveitarmönnum að ýmsu leyti þægilegra. Lognaðist því öll
stærri útgerð út af á Reykjaströnd. Þorvaldur og margir fleiri keyptu
sér því smábáta, sem þeir gátu ráðið við með heimilisfólki sínu, og
sóttu sér þannig björg í bú en seldu lítið eða ekki fisk.
Þorvaldur hafði oft vinnumann eða þá ungling sér til hjálpar bæði
við sjóar- og landstörf. Búskapur hans gekk vel eftir ástæðum. Kotið
var lítið og rýrt. Túnið fóðraði sæmilega tvær kýr og engjaheyskap-
ur tæplega meir en 50 kindur. En eins og áður er sagt, var hann
155