Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 139
ÞÁTTUR AF HALLGRÍMI Á STEINI
minni hefur biskupi verið missir sona sinna, og hefur hann því vilj-
að, að menn lærðu sund, svo að slík slys yrðu fátíðari.
Hallgrímur tók vel þessari málaleitun biskups. Svo vel vill til, að
á bak við fjörukambinn á Reykjum á Reykjaströnd er hæfilega djúp
tjörn til að synda í. Heit laug sprettur upp í fjörukambinum, og
rennur sumt heita vatnið í gegnum mölina inn í tjörnina, svo að
vatn í henni er volgt, en sumt rennur fram í sjó. Þarna er því
sjálfgerð sundlaug frá náttúrunnar hendi. Þetta er laugin, sem Grettir
laugaði sig í eftir Drangeyjarsundið.
í þessari laug kenndi Hallgrímur sund og köfun á árunum milli
1730 og 1740 og ef til vill lengur. Köfunina kenndi hann til þess
að menn gætu kafað eftir þeim, sem dottið hefðu í vatn og sokkið
til botns. Munu flestir ungir menn í Sauðárhreppi, og líklega víðar
að, hafa lært sund og köfun hjá Hallgrími, þar sem þetta var fyrsta
sundkennsla á íslandi, sem almenningur átti kost á að njóta. Kennsl-
an fór fram að vorinu fyrir slátt.
Það er annars dálítið merkileg viðburðarás, að í lauginni, sem
mesti sundgatpur sögualdarinnar laugaði sig í eftir mesta sundafrek
sögualdarinnar, fór fram fyrsta almenn sundkennsla á íslandi meir
en 700 árum síðar.
Litla eða enga borgun mun Hallgrímur hafa fengið fyrir sund-
kennsluna, nema ef efnaðir foreldrar hafa greitt honum eitthvað fyrir
sundnám sona sinna. Flestir voru þá fátækir hér á landi, en Hall-
grímur mun ekki hafa vísað neinum frá sundnámi, þó hann væri
fátækur og gæti ekki borgað kennsluna. Hallgrímur var hugsjóna-
maður og kenndi ekki sundið í gróðaskyni, heldur vegna málefnisins.
Einn af þeim, sem lærði sund hjá Hallgrími, var Jón Bjarnason
í Kálfárdal í Gönguskörðum. Jón bjó síðar í Stóru-Gröf á Langholti.
Grafar-Jón ól upp nokkur munaðarlaus börn. Meðal þeirra var Ingi-
björg Jónsdóttir, móðir Jóns alþingismanns Samsonarsonar í Keldu-
dal. Jón Samsonarson var mikill íþróttamaður. Hann var bæði mikill
glímumaður og ágætur sundmaður. Líklega hefur Ingibjörg móðir
hans hvatt hann til að læra sund, þegar hann var við smíðar og
smíðanám í Sauðárhreppi, því þar voru þá enn uppi sundmenn, sem
höfðu lært sund hjá lærisveinum Hallgríms á Steini.
137