Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 22
SKAGFIRBINGABOK
Stóradal. Niðjar Ólafs og Bjargar reyndust gildir menn. Son-
ur Ólafs og Bjargar var Björn bóndi á Valabjörgum, kvænt-
ur Margrétu Björnsdóttur, systur Ólafs á Auðólfsstöðum.
Sonur þeirra Björns og Margrétar var Andrés í Stokkhólma,
f. 1819, kvæntur Herdísi Pálmadóttur, alsystur Péturs í Vala-
dal. Börn Andrésar og Herdísar voru: Pétur, bóndi í Stokk-
hólma, Jórunn, húsfreyja á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, og
Margrét, móðir Andrésar Björnssonar eldra.
b) Ingibjörg, f. 1757, gift Guðmundi í Stóradal, sem áður var
nefndur. Er frá þeim kominn mikill ættbálkur, sem enginn
kostur er að telja hér. Þar á meðal eru margir alþingismenn
Húnvetninga.
c) Ástríður, f. 1758.
2. Illugi, f. 1726. Við manntal 1762 bjó hann á Syðri-Leifsstöðum
í Bergsstaðasókn. Kona hans var Þorbjörg, f. 1723, Sæmunds-
dóttir frá Kúfustöðum. Við sama manntal eru börn þeirra talin
eftir aldursröð:
a) Guðný, f. 1746; talin hafa verið barnlaus.
b) Valgerður, f. 1752. Hún átti fyrr Guðmund, f. um 1750,
bónda á Leifsstöðum, Símonarsonar, bónda í Finnstungu,
Egilssonar. Ekki lifðu börn þeirra nema eitt, Þorbjörg í
Kálfárdal, gift auðnulitlum manni, er Tómas hét. Ekki mun
Guðmundur hafa orðið langlífur, því að Valgerður giftist
að honum látnum Ásmundi Höskuldssyni, bróður Jóns á
Merkigili og þeirra bræðra, Höskuldssona. Bjuggu þau í
Ytra-Vallholti og síðar í Krossanesi. Valgerður lézt árið
1800. Eiga þau niðja. Má þar nefna Pál Pálsson, bónda í
Smiðsgerði.
c) Guðmundur, f. um 1758, fátækur maður, átti Ólöfu Jóns-
dóttur.
d) Björn ríki, f. 1760, bóndi í Neðra-Ási í Hjaltadal, Brimnesi
og víðar. Verður reynt að segja nokkuð af honum í þætti
þessum.
20