Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 175
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
Vorið 1890 hættu þau búskap, enda eignalaus. Fór þá Kristín að
Hólkoti til Þorvaldar Ólafssonar og Kristínar dóttur sinnar, en Jón
gerðist lausamaður og vann til og frá.
Jón Sveinsson, sem fullu nafni hét Vilhjálmur Aðalpétur Jón, var
ágætis piltur. Ég kynntist honum vel þessi tvö ár, sem við vorum
samtíða í Hólakoti. Hann var prýðilega greindur og námfús, hafði
verið á barnaskóla á Sauðárkróki og auk þess haft tíma utan skóla.
Dönsku las hann sér til gagns og eitthvað ofurlítið kunni hann í
ensku; sönghneigður og kunni eitthvað í þeirri grein og hafði lag-
lega söngrödd. Ofurlítið var hann hagmæltur, enda ljóðelskur og
kunni mikið af ljóðum. Hann var mér mjög góður og nam ég ýmis-
legt af honum, t. d. skrift og reikning.
Kristín móðir Jóns var einnig hin viðfelldnasta kona, dagfarsprúð,
fáskiptin og viðmótshlý, en orðin beygð af lífsins stríði og fátækt.
— Eftir að þau hættu að búa, gerðist Jón barnakennari á vetrum,
enda vel til þess fallinn að mörgu leyti. Á þeim árum varð hann
barnakennari hér í Skefilsstaðahreppi. Kynntist hann þá ungri stúlku,
Maríu, dóttur Sveins Jónatanssonar á Hrauni. Felldu þau hugi sam-
an og giftust. Fékk Jón kotið Þangskála til ábúðar, og bjuggu þau
þar lengi og áttu mörg börn. Þegar Jón fór að búa, tók hann móður
sína til sín, og dó hún þar.
Einn af sonum Jóns og Maríu býr nú á Þangskála, Sveinn að nafni.
Jónas Jónsson. Eins og áður er á minnzt, kom faðir minn, Jónas
Jónsson, að Hólakoti vorið eftir að Sveinn andaðist. Bjó hann fyrstu
tvö árin á hálfu kotinu á móti ekkjunni. En 1890 fékk hann kotið
allt til ábúðar og bjó þar síðan til 1903. — Móðir mín hét Vigdís
Guðmundsdóttir frá Haga í Grímsnesi í Árnessýslu.
Þau foreldrar mínir voru sárfátæk, er þau komu að Hólakoti, en
efnuðust þar heldur, enda vann ég þeim án kaups þessi ár. — Faðir
minn var enginn sjómaður, en mjög hagvirkur og velvirkur við öll
landstörf. Hann vann allmikið að jarðabótum í Hólakoti, bæði túna-
sléttun og fleiru, t. d. 'hlóð hann túngarð sunnan við túnið, ca. 200
metra langan. Var garðurinn úr grjóti vestan til, en austanvert úr
hnausum. Hann gjörði og fleira að garðahleðslu og útgræðslu túns,
173