Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 58
SKAGFIRBINGABÓK
voru í húsmennsku á Sveinsstöðum, líklega 1912, en það sumar
gerði norðangarð seint í júlí og svo mikinn snjó, að ekki var hægt
að slá í þrjá daga og kúm og hestum gefið inni. í þessu iðjuleysi
um hásláttinn var Kristinn alveg eirðarlaus og var alltaf að ganga
út og gá til veðurs.
Síðustu æviár sín var Kristinn Tómasson í Þorsteinsstaðakoti í
sambýli við Svein Friðriksson, og minnir mig, að hann ætti þá part
af jörðinni. Jónína var þá önduð. Svo sagði mér Sigurður Þórðarson
hreppstjóri á Nautabúi, að Kristinn hefði komið að Nautabúi, verið
lasinn og sagt, að nú væri hann að fara út að Steinsstöðum til að
deyja. Kristinn fór að Steinsstöðum, og eftir viku var hann dáinn.
Hann andaðist 11. febrúar 1927. Þá bjó á Steinsstöðum Sigmar
Jóhannsson með systur sinni Jóhönnu.
Á æskuárum heyrði ég oft talað um, að það væri villugjarnt ná-
lægt Geithúsum, en sú saga var óljós og allt í þoku með orsakir.
Aðra munnmælasögu heyrði ég þó oftar, og var hún sú, að þau álög
fylgdu Breið, að enginn bóndi mætti búa þar lengur en 20 ár, þá
mundi hann deyja. Það vill svo vel til, að Jarða- og búendatal í
Skagafjarðarsýslu segir til um, hvað margir bændur hafa búið á Breið
frá 1781 til 1952 og hve lengi hver. Á þeim tíma, sem búendatalið
nær yfir, hafa 44 bændur búið á Breið, og af þeim hafa 3 búið þar
tvisvar. Á 19. öld var þar löngum tvíbýli, og margir og raunar
flestir voru þar fá ár. Tólf bændur og konur þeirra hafa dáið á
Breið á nefndu tímabili. Rafn Þórðarson og Katrín Hinriksdóttir
bjuggu á Breið frá 1820 til 1834. Aðrir ábúendur miklu skemur
nema tveir: Þórður Jónsson, búandi frá 1794 til 1834 eða rétt 40 ár,
og Guðmundur Eiríksson frá 1924 fram yfir 1960 eða allt að 40
árum, og báðir fluttu þessir bændur frá Breið í lifanda lífi, Þórður
að Mælifellsá, en Guðmundur að Breiðargerði og býr þar nú, 76 ára
gamall. Ég, sem þetta rita, trúi á galdra og álög, en vil þó ekki
neita sögulegum staðreyndum, og mínu þjóðtrúarfólki vil ég benda
á í sambandi við Breið, að oft voru einhverjir, sem komust í gegn-
um eldlínu álaga, þó ekki væru þeir beinlínis kunnáttumenn.
Eins og áður er sagt, fékk ég enga skýringu á því í æsku, hvers
56