Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 51
DRÖG AÐ NIÐJATALI
MÁLA-BJÖRNS ILLUGASONAR
1. Sonur Mála-Björns var Björn, fæddur fyrir hjónaband hans, sem
áður er getið, 20. september 1786. Kona Björns Björnssonar
var Salný Jónsdótitr frá Göngustaðakoti. Þau bjuggu á nokkr-
um stöðum: Unastöðum, Skúfsstöðum, Miklabæ og Óslandi.
Þar dó Björn 1846. Þau áttu ekki börn saman, sem lifðu, nema
Illuga. Með vinnukonu sinni átti Björn tvíburasystur, Valgerði,
sem dó í frumbernsku, og Elínu. Elín giftist ekki, en átti einn
son. Var það Björn Elías Björnsson (sjá Skagf. æviskrár III., bls.
30). Illugi, sonur Björns og Salnýjar (áður nefndur), kvæntist
Helgu Guðmundsdótmr frá Marbæli, Kolbeinssonar.
Börn þeirra Illuga og Helgu voru þrjú með vissu:
a) Björn, síðast bóndi í Enni í Viðvíkursveit (sjá Skagf. ævi-
skrár II., bls. 32).
b) Solveig, gift Jóhannesi Jónssyni frá Bjarnastöðum í Kol-
beinsdal. Jóhannes fór til Vesmrheims 1876, en Solveig varð
eftir. Er hún samkvæmt húsvitjunarbókum talin nokkur ár
húskona á Bjarnastöðum, en hverfur úr manntali um 1884,
með syni þeirra hjóna. Mun hún þá hafa farið úr landi.
Frændfólk hennar telur, að hún hafi farið ásamt syni sínum
til Danmerkur. Ekki er mér kunnugt um nokkra niðja henn-
ar hér á landi.
c) Gunnlaugur, f. um 1844. Tapa ég af honum eftir manntalið
1845. Tel ég víst, að hann hafi dáið ungur. Sonarbörn Björns
Illugasonar í Enni kannast ekki við að hafa heyrt hans getið.
Illugi dó sumarið 1846.
4
49