Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 188

Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐING ABÓK garði bar. Faðir minn lét hana ráða, enda var það óhætt. Á Skata- stöðum í Austurdal bjuggu fátæk hjón, Sveinn Eiríksson og Þor- björg Bjarnadóttir. Bóndinn kom sjaldan svo að Bjarnastaðahlíð, að hann færi ekki með eitthvað ætt eða óætt heim aftur. Þau áttu átta börn, hjónin. Eitt sinn kom bóndinn og sagði, að kona sín lægi á sæng. Þá sendi mamma henni nærföt. Sveinn sagði mér sjálfur frá þessu síðar og taldi, að mamma hefði ekki átt önnur góð. Heima var hver einasta spjör gernýtt og tók hver kroppurinn við henni af öðrum, meðan hún hékk saman. Slíkt þótti sjálfsagt. Sjaldnast vorum við börnin vel södd, en liðum aldrei skort. Því var ein flatkaka, sem skipt var á milli fimm, velþeginn aukabiti. Vorum við oft að mausast kringum mömmu í búrinu. Fótaferðartími fór nokkuð eftir árstíðum, var þetta frá klukkan 6—8. Foreldrar mínir drukku jafnan kaffi á morgnana, en við börn- in fengum þá aðeins kandísmola. Svo hófst dagsönnin. Skattur var borðaður kl. 10. Fengum við krakkar þá hræring og fjórðapart úr flatköku, en piltar fengu hálfa. Hræringurinn var venjulega grasa- vatnsgrautur með skyrslettu. Miðdegisverð snæddum við kl. 3, var þá oft kjötsúpa eða tros. Nýr fiskur sást varla, en Ólína nokkur Helgadóttir á ísafirði skipti við mömmu á smjöri og trosi. Var jafnan nóg af því. Klukkan 6 kom miðaftanskaffið. Við krakkarnir fengum þá aðeins kandísmola aftur. Milli 8 og 9 að kvöldi var grasa- grautur og súrt skyr (grasagrautarhræringur), venjulegast án sláturs, það var fremur borið á borð fyrri hluta dags. Nýmjólkurneyzla var jafnan talsverð. Mikið var saltað af kjöti til heimilis, en ekki mikið reykt. Stundum fengum við Drangeyjarfugl, en hann var ævinlega saltaður. Hrossakjöts neyttum við börnin og þótti gott, en foreldrum mínum gazt ekki að því, og aldrei var það borið í búr. Þó borðaði móðir mín það stundum, en pabbi miður. Aldrei borðuðum við rætur eða skarfakál, sem sums staðar tíðkaðist, og aldrei var mjólkin flóuð heima, var þó sá háttur víða á hafður. Þetta fæði reyndist okkur börnunum hollt, og virtist lítt koma að sök, þótt sjaldnast væri um magafylli að ræða. Við þrifumst ágæt- lega. Merkilegt þótti það, hve farandkvillar og umgangspestir sneiddu hjá heimili okkar. Við smituðumst nær aldrei, þótt pestnæmt væri 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.