Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐING ABÓK
garði bar. Faðir minn lét hana ráða, enda var það óhætt. Á Skata-
stöðum í Austurdal bjuggu fátæk hjón, Sveinn Eiríksson og Þor-
björg Bjarnadóttir. Bóndinn kom sjaldan svo að Bjarnastaðahlíð, að
hann færi ekki með eitthvað ætt eða óætt heim aftur. Þau áttu átta
börn, hjónin. Eitt sinn kom bóndinn og sagði, að kona sín lægi á
sæng. Þá sendi mamma henni nærföt. Sveinn sagði mér sjálfur frá
þessu síðar og taldi, að mamma hefði ekki átt önnur góð. Heima
var hver einasta spjör gernýtt og tók hver kroppurinn við henni af
öðrum, meðan hún hékk saman. Slíkt þótti sjálfsagt.
Sjaldnast vorum við börnin vel södd, en liðum aldrei skort. Því
var ein flatkaka, sem skipt var á milli fimm, velþeginn aukabiti.
Vorum við oft að mausast kringum mömmu í búrinu.
Fótaferðartími fór nokkuð eftir árstíðum, var þetta frá klukkan
6—8. Foreldrar mínir drukku jafnan kaffi á morgnana, en við börn-
in fengum þá aðeins kandísmola. Svo hófst dagsönnin. Skattur var
borðaður kl. 10. Fengum við krakkar þá hræring og fjórðapart úr
flatköku, en piltar fengu hálfa. Hræringurinn var venjulega grasa-
vatnsgrautur með skyrslettu. Miðdegisverð snæddum við kl. 3, var
þá oft kjötsúpa eða tros. Nýr fiskur sást varla, en Ólína nokkur
Helgadóttir á ísafirði skipti við mömmu á smjöri og trosi. Var
jafnan nóg af því. Klukkan 6 kom miðaftanskaffið. Við krakkarnir
fengum þá aðeins kandísmola aftur. Milli 8 og 9 að kvöldi var grasa-
grautur og súrt skyr (grasagrautarhræringur), venjulegast án sláturs,
það var fremur borið á borð fyrri hluta dags. Nýmjólkurneyzla var
jafnan talsverð. Mikið var saltað af kjöti til heimilis, en ekki mikið
reykt. Stundum fengum við Drangeyjarfugl, en hann var ævinlega
saltaður. Hrossakjöts neyttum við börnin og þótti gott, en foreldrum
mínum gazt ekki að því, og aldrei var það borið í búr. Þó borðaði
móðir mín það stundum, en pabbi miður. Aldrei borðuðum við
rætur eða skarfakál, sem sums staðar tíðkaðist, og aldrei var mjólkin
flóuð heima, var þó sá háttur víða á hafður.
Þetta fæði reyndist okkur börnunum hollt, og virtist lítt koma að
sök, þótt sjaldnast væri um magafylli að ræða. Við þrifumst ágæt-
lega. Merkilegt þótti það, hve farandkvillar og umgangspestir sneiddu
hjá heimili okkar. Við smituðumst nær aldrei, þótt pestnæmt væri
186