Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 21
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
uð, þar eð hún hefur fallið í fyrnsku, freista ég þess samt að rekja
hana í stuttum þætti. Er mér mein mikið, að ókleift reyndist að
ná til sumra skjalgagna, sem ég hélt að mér yrðu auðfengin til lestr-
ar, svo sem veðmálabóka Skagafjarðarsýslu þrjá fyrstu áramgi 19.
aldar. Þó hef ég leitað þeirra skjalgagna, sem mér hefur verið unnt
að ná til. Má þar nefna manntöl allt til 1703, kirkjubækur og önnur
þau gögn, sem til er vitnað í þætti þessum. Þar er einnig getið
heimildarmanna minna, sem hafa að mestu leyti gefið mér ívaf þátt-
arins. Verð ég hér aðeins að gera nánari grein fyrir þeim.
Jón Sigurðsson oddviti á Skúfsstöðum var gáfaður maður og mundi
vel liðinn tíma allt frá barnæsku, þótt ekki væri hann í eðli sínu
slíkur sögumaður sem frændi hans, séra Pétur Guðmundsson í Gríms-
ey. Gunnlaugur Björnsson í Brimnesi var sögumaður ágætur og vand-
ur að heimildum. Svo var og Björn faðir hans, þótt sjálfmenntaður
væri. Var öll saga honum unun, og setti hann sig lítt úr færi að
leita frásagna merkra manna um liðna atburði. Gunnlaugur kennari
sonur hans hafði mikinn hug á að skrifa söguþátt Björns Illugasonar,
þótt honum entist ekki aldur til þess.
*
Samkvæmt manntali 1703 býr þá á Haukagili í Vatnsdal
Illugi Jónsson, f. um 1651. Kona hans var Helga Skeggjadóttir, níu
árum yngri manni sínum. Börn þeirra eru þar talin tvö: Margrét, f.
1698, og Björn, f. 1700. Um niðja Margrétar er mér ekki kunnugt.
En Björn Illugason kvæntist Valgerði Guðmundsdóttir (Árnasonar)1.
Bjuggu þau á Koti í Vatnsdal. Er mér kunnugt um tvo syni þeirra:
1. Andrés, f. um 1728. Hann bjó á Skottastöðum við manntal 1762.
Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir, fimm árum yngri en maður
hennar. Börn þeirra voru:
a) Ólafur bóndi í Valadal, f. 1755. Miðkona hans var Björg
Jónsdóttir bónda á Skeggsstöðum, systir Guðmundar ríka í
1 Espólín telur, að Valgerður hafi verið marggift og 5. maður hennar hafi
verið Olafur Sigurðsson fálkafangari. Eru þaðan komnar miklar ættir.
19