Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 13
EGILL BENEDIKTSSON
komna dóttur. Hún lagði mikið að Agli að taka þessu boði og setj-
ast að ytra, hvað sem henni hefur gengið til þess. Það var unga
manninum erfitt að taka ákvörðun. Hann hafði brennandi löngun
til að læra meira, var kominn það vel niður í málinu, að námið
var léttara en áður, og þetta starfstilboð var glæsilegt.
Eins og ég minntist á í fyrstu, þá hafði Egill miklar dulargáfur.
Eitt sinn um þetta leyti, er hann var staddur á herbergi sínu, sá
hann vinstúlku sína, dóttur Torfa í Olafsdal. Vissi hann þá strax,
að hún væri dáin. Einhvern veginn tók hann það svo, að hún væri
að benda sér til að fara heim til íslands. Upp úr þessu ákvað hann
að hafna tilboði húsbónda síns. I þetta sinn mun hann hafa átt
erfiðast með að ákveða stefnuna. Hann var ungur, diarfhuga og
framgjarn, en ættland og æskustöðvar voru honum svo rengdar, að
það reið baggamuninn, og sá hann aldrei eftir heimförinni.
Nú tók Egill sig upp og sneri heim frá Danmörku. Hann fór að
búa á Sveinsstöðum í Tungusveit vorið 1904, og þá um haustið
kvæntist hann Jakobínu Sveinsdótmr. Hún var alsystir Hildar,
konu Árna bónda á Geitaskarði í Langadal. Jakobína var fóstur-
dóttir hjónanna á Sveinsstöðum, Björns Þorkelssonar frá Svaða-
stöðum og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur, og unnu þau Jakobínu
sem væri hún þeirra eigin dóttir. Munu þau hafa hjálpað ungu
hjónunum til að koma fyrir sig fómm fjárhagslega og um leið
tryggí sér öryggi í ellinni; urðu þau ekki fyrir vonbrigðum í því
efni, bjuggu við hlýhug og nærgætni, svo á betra varð ekki kosið,
það eru bein ummæli gömlu konunnar Guðlaugar við vinkonu
sína.
Árið 1903, flutti Benedikt, faðir Egils, að Sveinsstöðum. Lítið
hef ég heyrt um hann, en nefni eitt atvik, sem bendir til, að dular-
gáfa hafi verið í báðum ætmm Egils og því sízt að undra, að hún
kæmi fram í honum: Haustið 1903 var Benedikt staddur úti eitt
stjörnubjart kvöld, og var að horfa á himinhvolfið og lesa í Vetrar-
brautina. Hann sagði þeim, sem hjá honum voru, að ríðarfar yrði
gott og lítill snjór fyrri part vetrar, en nokkru eftir miðjan vetur
mundi setja niður mikinn snjó, en bætir svo við: „En þá verð ég
11