Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
nú dauður." Hvorttveggja reyndist rétt. Tíðarfar varð líkt því,
sem hann spáði, og sjálfur dó Benedikt á þorranum 1904.
Ungi bóndinn á Sveinsstöðum var áhugasamur, og ekki skorti
verkefni. Hann tók nú til við húsa- og jarðabætur á bújörð sinni,
og alltaf var fyrirmyndin frá Ólafsdal. Hann notaði vinnuaðferðir,
sem tæplega voru áður þekktar þar í sveit, svo sem jarðvinnslu með
hestaverkfærum, og var allur sá frágangur með þeim ágætum, að
þar held ég, að enginn hafi komizt til jafns við hann hvað þá
lengra. Sem dæmi um, hvað Egill var kunnur að snyrtimennsku og
vandvirkni, vil ég nefna, að Sigurður búnaðarmálastjóri fékk
hann til að vinna að undirbúningi landbúnaðarsýningar í Reykja-
vík vorið 1922.
Ekki gat Egill gengið óskiptur að störfum heima fyrir. Hann
var oft fenginn til að vinna að jarðabótum annars staðar, eftir að
menn sáu árangurinn á Sveinsstöðum. Hann var einnig góður vegg-
hleðslumaður og sá eini í sveitinni, sem hafði æfingu í meðferð
sprengiefnis. Hann vildi greiða götu allra, sem til hans leituðu, og
aldrei brást það, þegar hann var beðinn að líta á veikar skepnur, að
hann brygði við, hvernig sem á stóð heima, því Egill var hvergi
hálfur.
Nú er sjáanlegt, að svona mikil störf utan heimilis hlutu að
koma niður á hans eigin búskap, og það þó hann hefði einhvern
mann um lengri eða skemmri tíma. Þar að auki sat hann í hrepps-
nefnd og gegndi fleiri opinberum störfum fyrir sveit sína, en sagð-
ist aldrei hafa kunnað við sig á þeim vettvangi. Allt tók þetta mik-
inn tíma og hefur slitið honum út, á meðan hann var þó á góðum
aldri. Verkin heima biðu óunnin, þegar hann kom frá störfum ann-
ars staðar. Og ekki var verið að taka sér hvíld, enda leit út fyrir, að
Egill gæti tæpast verið iðjulaus. Það var aðeins, þegar gesti bar
að garði, sem hann var fljótur að sleppa verki, því hann var flest-
um öðrum ræðnari og betri heim að sækja. Nú mun honum hafa
orðið það Ijóst, að ekki gat samrýmzt að gegna öllum beiðnum
sveitunganna á ýmsum sviðum og stunda um leið búskap. Og því
var það vorið 1919, að hann leigði jörð sína, en seldi bústofninn,
12