Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrsta sumarið eftir þetta mikla áfall mun Egill ekki hafa getað
mikið gert, en að því kom, að hann vann að allri kartöfluræktun
fyrir heimilið, og margt fleira starfaði hann, sem hann réð við með
annarri hendi. Nokkur sumur, eftir að hann hafði sett niður í
garðana, vann hann að því að leggja veg heiman frá túni og suður
á merki. Gat hann engu komið við nema skóflu og annarri hendi.
Þetta tel ég mesta þrekvirki, sem ég hef séð unnið miðað við að-
stæður. Uppfylling á þessum vegi er um 500 m á lengd og á
annan metra á hæð sums staðar, en á allstórum parti er melur, sem
lítið þurfti við að gera. Allur var frágangur með þeirri prýði, sem
Egill hafði alla tíð tamið sér.
Þegar vegagerð þessari var lokið, tók Egill til við annað verk,
og hóf nú að hlaða hesthúsveggi úr tómu grjóti. Þegar það verk
var hálfnað, voru kraftarnir þrotnir, og síðustu árin gat hann
ekkert unnið sér til afþreyingar. Hann tók því með stillingu og
naut líka skilnings og hlýju hjá sínu fólki.
Eg talaði oft við Egil á þessum síðustu árum hans og tel mig hafa
haft gott af því. Hann átti alltaf eitthvert Ijósblik, sem aldrei bilaði
eða brást. Þó var auðfundið, að hann var þreyttur og þráði hvíld, en
átti nú eftir þá þungu raun að missa konuna. Jakooína dó 13. jan-
úar 1947 eftir 43ja ára sambúð. Þau hjón eignuðust sex börn, sem
Öll eru á lífi. Egill andaðist 23. febrúar 1960. Þau hjón voru jarð-
sett í Goðdölum.
Eg vil Ijúka þessum minningaþætti á Ijóðlínum úr afmælis-
kveðju, er ég sendi Agli Benediktssyni áttræðum í þakkarskyni
fyrir margar fræðslu- og gleðistundir:
Þú kunnir tökin á cesku og elli,
og einhver bjarmi var kringum þig.
16