Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 32
r
SKAGFIRÐINGABÓK
sögum sínum. Eins og áSur er bent á, virðist öruggt, að Jón hefur
ekki séð Hallgrím nema af tilviljun, og þá aðeins sem barn. Til
alþingis mun Hallgrímur ekki hafa riðið eftir 1669. Þá var Jón
aðeins fjögurra ára.
Þess ber að gæta, að allt fram á þroskaár sr. Jóns Halldórssonar
hefur það ekki hvarflað að nokkrum manni að skrifa ævisögu sr.
Hallgríms í Saurbæ. Hann var ekki í því áliti þá, að vísu allvel
séður prestur en „í siðferði uppá slétta bændavísu". Að Saurbæ
flutti hann ekki með sér frægð. A Suðurnesjum hefur honum ver-
ið þungt fyrir fæti á flestan hátt. Fyrstu sjö árin þar er hann aðeins
„maðurinn hennar Tyrkja-Guddu", giftur þessum einstæða leik-
soppi andúðar í þjóðtrú og þjóðsögnum, sem aldrei gátu unnað
henni sætis á þeim virðingarbekk, að vera maddaman í Saurbæ, -—-
aðeins Tyrkja-Gudda. Þessi hugur fylgdi henni ekki aðeins til leið-
arloka, heldur hefur hann fylgt henni allar aldir síðan.
Sr. Jón Halldórsson segir ogum vígslu Hallgríms: „Fundust þeir
og er álösuðu biskupi og reiknuðu fyrir heilagrillur hans að vígja
til prests so fátæka auðvirðilega skepnu". Segir þetta sína sögu,
enda óvíst, að Brynjólfur Sveinsson, þessi siðvandi og stórbrotni
kirkjuhöfðingi, hafi unnið vafasamara embættisverk að dómi sam-
tíðar hans en að vígja Hallgrím Pétursson til prests. Þó er það
enn vísara, að hann hefur ekki í annað sinn unnið íslenzku
kirkjulífi, íslenzku trúartrausti, íslenzkri snilld jafn ágætt verk og
það.
Rekistefnan út af fæðingu Eyjólfs, fyrsta barns þeirra hjóna
mun ekki hafa hækkað hróður þeirra. Og enn kemur tvennt til:
Hið fyrra er öfundin í garð Guðríðar vegna lausnargjaldsins, sem
var frá sjónarmiði fátæktarinnar á Suðurnesjum geysifé. Þótt
óbeinlínis væri, var það að talsverðum hluta sótt til þeirra, er
ærinn hlut drógu í konungssjóðinn, a. m. k. að þeirra dómi, er þar
áttu hlut að, landsetanna á konungsjörðunum við Faxaflóa, hinum
ánauðugu þrælum konungsvaldsins. Lausnargjaldið var ekki sök
Guðríðar. En öfund spyr sjaldan um sakir, þótt hún dómfelli þá,
sem hún hefur að skotspæni. Hún á alltaf sína höggstaði vísa. Hið
síðara: Sjálfur sat Hallgrímur ekki í fullu sakleysi heldur. Því réð
30