Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 33
1
ÍÞRÓTTIR HaTLGRÍMS PÉTURSSONAK
skopskyn hans og skotfimi, — skyggni hans á snögga bletti í fari
náungans. Hann kom ekki fyrst auga á þá, þegar hann tók til við
Passíusálmana, enda fer hann þá öðrum höndum um þá en í
öndverðu. Vert er og að benda á, að þó Hallgrímur væri orðinn
fullmótaður snillingur áður en hann hvarf af Suðurnesjum, sbr.
eftirmæli Steinunnar, eru litlar líkur til að sú snilid hans hafi verið
mikils metin þar. Það er og óvíst, hve hátt hann hefur hampað
þeirri kveðju sinni. Slíkt er ólíkt þeirri skapgerð, er þar virðist
standa að baki. Það mun einmitt eðli hennar að bera harm sinn í
hljóði, þótt svölunar sé leitað á þann hátt, er þar birtist. En Hall-
grímur mun hafa náð góðum vinsældum þar í Saurbæ, en trúlega
lítið umfram marga aðra vinsæla presta. Skörungur á veraldarvísu
mun hann aldrei hafa talizt.
En þetta breyttist furðufljótt, en þó ekki fyrr en að honum látn-
um. Þótt telja megi víst, að honum hafi þótt vænt um að sjá Passíu-
sálmana prentaða 1666, er ekki ólíklegt, að honum hafi virzt, að
hlutur hans mætti betri vera. Titill bókarinnar er:
„Historía pínunnar og dauðans drottins vors Jesú Kristi.
Eftir textans einfaldri hljóðan í sjö sálmum yfirfarin af
s. Guðmundi Erlendssyni. En af s. Hallgrími Péturssyni
stuttlega og einfaldlega útþýdd, með sínum sérlegustu
lærdómsgreinum í fimmtíu sálmvísum, Guði eilífum til
lofs og dýrðar."
Samkvæmt þessu hefur bókin inni að halda píslarsöguna í sjö
sálmum eftir sr. Guðmund Erlendsson, og einnig í fimmtíu sálm-
vísum eftir Hallgrím Pétursson. Er því auðsætt, hvorum höfund-
inum beri meiri heiður af verkinu. En þessi dómur stóð skammt,
eins og áður er bent til. Þrjátíu árum síðar, 1696, eru Passíusálmarn-
ir gefnir út einir og óstuddir, og hefur svo haldizt undantekninga-
lítið síðan. Þetta er 5. prentun þeirra. Fylgdi Þórður biskup
Þoriáksson þeim úr hlaði, og iét þess cetið, að þó þeir hafi verið
„nýlega hér í Skálholti þrykktir fyrir 6 árum, þá merki ég eigi
að síður, að margir góðir og guðhræddir menn girnist ennþá meira
31