Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 50
r
SKAGFIRÐIN GABOK
að kirkjustaður legðist þar fremur niður, ef ekki væri gröftur að
kirkjunni, eða skilningsleysi á erfiðum aðstæðum. Líkflutningur
að Goðdölum var þó svo torsóttur, að á stundum varð að leita að
Silfrastöðum. Á þeirri leið er hið iilræmda Merkigil og Norðurá,
auk margra smærri gilskorninga og brattleiðis, sem ófært má heita
um að fara með flutning á vetur. En meðan svo stóð, að kirkju-
garður var enginn að Ábæ, var kirkja þar nánast bænhús. Er þá
orðinn svipur hjá því, er alkirkja var á staðnum og prestsetur. Loks
tókst þó heimamönnum að fá leyfi til graftar að Ábæ af nýju, og
mun garðurinn vera hinn sami æ síðan og kirkjustæðið allt til 1922.
Samkvæmt venju var garðurinn umhverfis hana. Leyfi til að reisa
kirkju á öðrum grunni en hinum fornhelgaða var torfengið.
Auk þessa óhreppandi óhagræðis var Ábæjarkirkja lengi utan
lagaréttar sóknarkirkju og klerklegrar þjónustu, er sóknarmenn
urðu að kaupa messur að Goðdalapresti. Mun hafa staðið svo á
þriðju öld. Hér er þess að gæta, að útkirkjur voru fátíðar og brauð,
sem skiptust í fleiri en eina sókn, sízt keppikefli prestanna, nema til
kæmi sérstöv hlunnindi og ærnar tekjur til uppbótar. I þeirri veru
er mikill muur á Goðdalakalli með eða án Ábæjarsóknar. En
hva, sem um það er, var staða Ábæjarkirkju á þessu tímabili eins-
dæmi með þjóðinni. Hitt er og frábært öllu, sem þekkt er hér á
lar.di, að kynslóð eftir kynslóð í afskekvtri dalabyggð héldi því
langlyndi að geyma kirkju sinnar, þó að ekki nyti jafnréttis, og
greiða nágrannapresti messukaup hverju sinni, er hann kom til
guðsþjónustugerðar.*
Þegar núverandi Ábæjarkirkja var vígð, voru aðeins liðin 44
ár frá því, er kirkjan hlaut almenna viðurkenning til jafns við
aðrar sóknarkirkjur, en það varð með samþykkt Alþingis 1878.
Einar B. Guðmundsson á Hraunum gekk fram í því fyrir Ábæjar-
söfnuð, að endurheimt yrði hin fornu réttindi sóknarkirkjunnar.
Síra Arnljótur Olafsson á Bægisá studdi mál Austdælinga ötullega
á þinginu, en um hann munaði, sem vænta má, í hverju máli, hinn
kunna þingskörung og mælska lagagarp. Var nú úr gildi numinn
* Sjá grein Þormóðs Sveinssonar frá Skatastöðum í bók hans, Minning-
um úr Goðdölum, II, bls. 188 o. áfr.
48