Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 54
SKAGFIRÐINGABÓK
urinn, síra Tryggvi H. Kvaran á Mælifelli, og skírði ungan svein
frá Merkigili, Eirík Hrein Finnbogason.22*
Abær hefur verið annexía frá Mælifelii síðan 1904, er síra Sveinn
Guðmundsson hvarf frá Goðdölum. Þar kom ekki prestur eftir það,
en brauðið sameinað Mælifelli með niðurskurðarlögunum 1907.
Miklabæjarprestar hafa þó oft gegnt þjónustu í Abæjarsókn í við-
lögum, t. a. m. þeir þrír prestar, sem þar hafa setið á þessari öld,
enda prestlaust á Mælifelli á köflum.
Þessir prestar hafa þjónað Abæjarkirkju sl. 50 ár: Síra Tryggvi
H. Kvaran frá vígslu hennar til ársins 1938, er honum var veitt-
ur Glaumbær á Langholti. Sat hann að vísu kyrr á Mælifelli, en
sleppti Goðdala- og Abæjarsóknum, er tók við Glaumbæjarkalli.
Um þær mundir var mjög á dagskrá að fækka prestaköllum í
Skagafirði úr 8 í 3. M. a. átti að leggja niður bæði Glaumbæjar-
og Mælifellsprestaköll. Prestsetrin 3 skyldu vera á Sauðárkróki,
Miklabæ og í Viðvík.23
Síra Lárus Arnórsson þjónaði Goðdala- og Abæjarsóknum
1938—1940, síra Helgi Konráðs-on um sinn veturinn 1940—
1941, síra Halldór Kolbeins sem reglulegur sóknarprestur á Mæli-
felli 1941, unz hann fékk veitingu fyrir Ofanleiti í Vestmanna-
eyjum vorið 1945; síra Gunnar Gíslason frá burtför síra Halldórs
til þess, er síra Bjartmar Kristjánsson vígðist að Mælifelli sumarið
1946. Þjónaði hann Goðdala- og Abæjarsóknum til vors 1968, er
honum voru veitt Grundarþing. Síra Sigfús J. Arnason gegndi
aukaþjónustu frá Miklabæ meðan Mælifell stóð óveitt eða þangað
til síra Agúst Sigurðsson fékk veitingu fyrir brauðinu um fardaga
1972.
Af þessu yfirliti má sjá, að mikilla breytinga hefur gætt í hinni
klerklegu þjónustu Abæjarsóknar næstliðna hálfa öld. Fámennur
söfnuður hefur kynnzt við marga kennimenn, lært af ólíkindum
þessara manna og notið þess hjá einum, sem áfátt var í fari annars.
En meiri og örlagaríkari verður þó að telja þá breytingu, sem
orðið hefur heima í sókninni á þessu tímabili. Byggð er nú aðeins
á Merkigili og Skatastöðum. Abær fór að fullu í eyði 1949. Ari
* Nú borgarbókavörður í Reykjavík.
52