Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 59
JÓHANNES GUÐMUNDSSON, YTRA-VALLHOLTI
eftir björn egilsson á Sveinsstöðum
Hinn 5. október síðastliðinn andaðist í Hveragerði Jó-
hannes Guðmundsson frá Ytra-Vallholti í Hólmi. Mér er bæði
ljúft og skyldugt að rifja upp minningar mínar um þennan sér-
stæða og svipmikla stórbónda og lýsa honum að nokkru, eftir því
sem hann kom mér fyrir sjónir.
Jóhannes var fæddur að Ytra-Vallholti sunnudaginn í 20. viku
sumars árið 1884, sem þá bar upp á 7. september, og þennan
sunnudag hélt hann upp á sem sinn afmælisdag, en það var venja
á 19. öld að halda meira upp á vikudag en mánaðardag.
Foreldrar Jóhannesar voru Guðmundur Sigurðsson og kona
hans, Guðrún Eiríksdóttir. Þau bjuggu á Miðgrund í Blönduhlíð
1874 til 1883, en fluttust þá að Ytra-Vallholti og voru þar til
æviloka. Albróðir Guðmundar var Gísli bóndi í Neðra-Asi í Hjalta-
dal, faðir séra Sigurbjarnar A. Gíslasonar. Sigurður faðir þeirra
bjó lengi á Miðgrund, og er karlleggur sá nefndur Asgeirsbrekku-
ætt. Guðrún kona Guðmundar og móðir Jóhannesar var dóttir Ei-
ríks hreppstjóra í Djúpadal, Eiríkssonar prests á Staðarbakka,
Bjarnasonar. Kona Eiríks hreppstjóra var Hólmfríður Jónsdóttir,
Einarssonar bónda í Flatatungu.
Þau Guðmundur og Guðrún áttu f jögur börn, sem upp komust.
Elztur var Valdimar, f. 1878, þá Eiríkur, f. 1880, Vilhelmína, f.
1883 og Jóhannes, sem bar nafn Jóhannesar Þorkelssonar bónda
á Dýrfinnustöðum, en góð vinátta var með þeim Guðmundi og
Jóhannesi, sem var einn af Svaðastaðabræðrum.
57