Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 64
SKAGFIRÐINGABÓK
Ytra-Vallholt er góð jörð, en fjarri fór því, að hún ein gæti
fleytt fram stórbúi þeirra feðga. Fyrir 1904 höfðu þeir keypt jörð-
ina Borgarey. Land þeirrar jarðar er suðvestur frá Vallholti og ná
löndin saman, mikið gósenland. Það er um 120 hektarar að stærð,
samfellt graslendi og grasgefið, mikið af því sléttir bakkar fram
með ánni og notaðist bæði til slægna og beitar. Arið 1915 keypti
Jóhannes jörðina Kirkjuhól fyrir sunnan Víðimýri og nytjaði síð-
an. Og þeir höfðu nytjar af fleiri jörðum meira eða minna, bæði
Víðimýrarseli og Hellu í Blönduhlíð.
Eiríkur var talinn fyrir félagsbúi þeirra bræðra, meðan hann
lifði, svo búskapartími Jóhannesar er skráður frá 1927 til 1964, en
er í raun og veru 20 árum lengri. Árið 1964 fluttist hann suður í
Hveragerði áttræður að aldri og blindur.
Eftir fráfall Eiríks hélzt bústærðin nokkuð í horfinu hjá Jó-
hannesi, en þó mun aldrei hafa verið eins margt fé á fóðrum eða
svona hundraði færra. Oftast mun sauðfé hafa verið nokkuð á
fimmta hundrað fram að fjárskiptum, en eftir það var fé aldrei
mjög margt, en þá átti hann 14 kýr mjólkandi. Hross munu
hafa verið öllu fleiri, eftir að Jóhannes varð einn um búskapinn.
Eg dreg í efa, að hann hafi alltaf vitað nákvæmlega, hvað þau voru
mörg, en nágrannar sögðu, að þau hefðu stundum verið á annað
hundrað. Hvað sem um það er, þá er hitt víst, að hann átti alltaf
nóg fóður handa öllum skepnum og hélt því fast fram, að heyið
væri undirstaða búsældar og sýndi það líka í athöfn.
Á sumardaginn fyrsta vorið 1933 opinberaði Jóhannes trúlofun
sína með Sigríði Olafsdóttur í Álftagerði. Hún var þá 26 ára, en
hann var nær fimmtugur. I desember sama ár gengu þau í hjóna-
band. Þessi ráðahagur Jóhannesar var mikið gæfuspor. Sigríður
var manni sínum góð og umbar ráðríki hans svo sem bezt .mátti
verða. En sérstök var umhyggja hennar og umönnun síðustu 10
árin, cem Jóhannes lifði, þá orðinn blindur. Eg held, að það :;é
einróma álit þeirra, sem til þekktu, að Sigríður hafi staðið sig
prýðilega við bústjórn í Vallholti, þar sem stundum var 20 manns
í heimili. Jóhannes sagði mér oft frá því, hvað Sigríður hefði
verið góð við móður sína, en hann unni henni mikið og sagði:
62