Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 67
JÓHANNES GUÐMUNDSS'ON
kunni ráS til aðstoðar við bændur. Hann cagði, að ríkið ætti að
reka áburðarverksmiðjuna og láta áburð ókeypis til allra, sem vildu
rækta jörðina, og skipta sér svo ekkert meira af bændum. Mér
fannst þessi hugmynd hreint ekki fjarstæð.
kki voru umræður okkar Jóhannesar allar um viðburði líðandi
stundar, en hann var langminnugur og gat sagt frá mönnum og
málefnum allt til 1890. Ég spurði hann um margt, og hann virtist
muna vel, það sem gerðist fyrir löngu. Ég ætla að tilfæra hér lítið
eitt af þeim fróðleiksmolum, sem Jóhannes miðlaði mér. Tveimur
atriðum gat ég þó ekki sagt greinilega frá, af því ég skrifaði það
ekki strax. Hið fyrra var það, þegar hann lenti í vosi við Héraðs-
vötn og fékk svo heiftuga lungnabólgu, að honum var ekki hugað
líf. Þá var Sigmundur hómópati á Vindheimum sóttur og vék ekki
frá honum, fyrr en hættan var liðin hjá. Og Jóhannes trúði því
statt og stöðugt, að hann hafi átt Sigmundi líf að launa. Hin sagan
var sú, þegar móðir hans sendi hann með gjafaböggul til Daníels
í Mikley. Daníel var einstæðingur og einbúi um þær mundir,
hörkumaður og kaldlyndur og skorti eitt og annað. Þegar Jóhann-
es afhenti honum böggulinn, var hann þungur á brúnina, en
þegar hann braut upp böggulinn, lyftist brúnin, og hann blessaði
Guðrúnu mikið. Báðar þessar sögur sagði Jóhannes svo nákvæm-
lega og greinilega, að unun var á að hlýða.
Ungur lagði Jóhannes sterkan hug að því að eignast hey og
skepnur. Þegar hann var 8 eða 9 ára gamall, svaf hann hjá föður
sínum. Það var á áliðinni nótt um sláttinn, að Jóhannes vaknaði
og varð þess áskynja, að eldri bræður hans voru farnir út að slá,
en þeir höfðu fengið leyfi til að heyja eitthvað sér og eiga þá
heyið sjálfir. Jóhannes var ekki í rónni fyrr en hann var búinn að
drífa föður sinn á fætur og láta hann skaffa sér sláttutæki, svo hann
gæti heyjað fyrir sig eins og bræður hans.
Eitt sinn sagði Jóhannes orðrétt: „Hjá Pétri í Stokkhólma fékk
ég fyrst á ævi minni lánaða peninga, 50 krónur, þá um fermingu.
Mig langaði til að kaupa 5 folöld um haustið, en átti ekki grænan
eyri fætlaði að kaupa eitt og eitt í stað], svo ég fór til Péturs.
„Jáhh", segir Pétur og er fastmæltur, „hvað ætlarðu að gera með
65
5