Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
hann glataði aldrei sinni barnatrú og vitnaði í ritninguna, þegar
hann minntist móður sinnar. „Þegar tæmist kraftur og táp þitt
frýs, kemur trúin aftur, hin góða dís”.
Eg held það hafi verið í síðasta sinn, er ég var hjá Jóhannesi í
Hveragerði. Við vorum tveir einir í stofunni. Gamli maðurinn
þreifaði fyrir sér og fann stólinn og settist. Svo tók hann til máls
í lágum, auðmjúkum róm og ræddi um hin mörgu gæfuspor, er
hann hafði stigið á langri ævi, fyrir náð og forsjón æðri máttar-
valda. Hann minntist konu og dætra, og hann minntist vinnufólks-
ins í Vallholti, hins mikla fjölda, sem hafði verið hjá honum og
þeim feðgum á 60 ára tímabili, og síðast að fá þetta hús, þar
sem honum hafði liðið svo vel siðustu árin. Fyrir öll þau gæði,
sem lífið hafði veitt honum, var hann innilega þakklámr. Og
líka leiddi hann hugann að annmörkum sínum og sagði, að skap-
lyndið hefði alltaf verið sér erfitt.
Jóhannes Guðmundsson er nú farinn til feðra vorra með gust
sinn og blíðan blæ. Hann var jarðaður að Flugumýri að viðstöddu
fjölmenni. Þar höfðu foreldrar hans og bræður verið bornir til
moldar.
19. öldin mótaði Jóhannes á æskuárum, en hann var 16 ára á
aldamótum. Svipmót þeirrar aldar bar hann að nokkru í hugsun
og athöfn, en furðu vel gekk honum að tileinka sér hinar miklu
breytingar, sem orðið hafa á flestum sviðum á þessari öld. Þeir,
sem voru komnir á legg um síðusm aldamót og báru 19. öldina í
sér, eru nú fáir einir ofar moldu og allir hverfa þeir senn.
Á Jónsmessu 1972.
70