Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 73
FELUSTAÐUR FRUARINNAR A HOLUM
eftir ÞORMÓÐ SVEINSSON
„Helga Sigurðardóttir, eftirlifandi kvinna Jóns biskups,
flúði frá Hólum strax og stríðsskipin komu til landsins og með
henni Guðrún Magnúsdóttir, sonardóttir hennar, í fjallið hjá
Okrum í Skagafirði, sem heitir Glóðafeykir, og þar voru þær með
tjald allt til þess að skip voru sigld, og nokkrir menn með þeim.
Þangað var til þeirra flutt það sem þær með þurftu."
Þannig segir frá í 2. bindi Biskupasagna Bókmenntafélagsins,
bls. 357.
Það þarf naumast að taka fram, að hér er átt við Helgu fylgi-
konu Jóns biskups Arasonar, en hann var, eins og alkunnugt er,
tekinn af lífi í Skálholti haustið 1550 ásamt sonum þeirra tveimur,
Ara lögmanni og séra Birni á Melstað. Vorið eftir voru send hingað
til lands tvö eða fleiri dönsk herskip, meðal annars til að fanga þá
feðga og flytja á konungsfund, því enn hafði ekki frétzt um líflát
þeirra til Danmerkur, þegar erindisbréfin voru gefin út hinn 9-
apríl um veturinn. En þegar svo var komið, var þeim þætti erinda
hinna dönsku herramanna lokið hér á landi. En ýmis umsvif höfðu
þeir þó hér um sumarið. Þeir þröngvuðu Islendingum til að sverja
hinum danska konungi hollustueiða, og þeir dæmdu þá feðga land-
ráðamenn fyrir ýmsar sakir og þeirra eignir, fastar og lausar, undir
konung fallnar. Var sá dómur felldur á Oddeyri við Eyjafjörð 15.
júní 1551. Hefur hann jafnan síðan verið nefndur Oddeyrardóm-
ur. Þorði enginn viðstaddur Islendingur að mæla þar á móti.
Sögnin um dvöl Helgu biskupsfrúar í Glóðafeyki hefur verið
71