Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 75
FELUSTABUR FRIJARINNAR
er hann var við nám. Má því fara nærri um, að þau mæðgin hafi
oft heyrt talað um þetta ævintýri Helgu þar nyrðra, ekki sízt hún,
þegar hún var að alast upp á þeim sömu slóðum, er atburðurinn
gerðist á, þótt liðin væru 70—80 ár frá því, að hann átti sér stað.
Séra Arngrímur Jónsson hinn lærði, f. 1568, greinir frá því í
annálsbroti, sem prentað er í Biskupasögunum, að Helga hafi falið
sig í Vindárdal á meðan Danir leituðu hennar, en sá dalur er nokkru
norðar í fjöllunum, liggur austur frá Axlarhaga, og var áður fyrr
gönguleið um hann og yfir í Hvammsdal, er skerst suður í f jöllin
frá Hvammi í Hjaltadal. En það er ólíklegri felustaður, bæði vegna
þeirrar umferðar og einnig nálægðar hans við Hóla. Auk þess hef-
ur mér verið sagt af kunnugum manni, að á Vindárdal muni vart
vera hægt að leynast. Og haldlaus felustaður reyndist Vindárdalur
vera Marteini biskupi, er hann hugðist flýja úr haldi á Hólum
tveimur árum fyrr, samanber vísu Jóns biskups: Vasaði fram á
Vindárdal, varð honum það að meini. Mátti Helgu og öðrum þeim,
sem aðstoðuðu hana við brottförina frá Hólum, vera kunnugt um
það. Er næsta ólíklegt, að þeir hefðu ekki látið sér það að varnaði
vera. — Virðist eitthvað hafa skolazt þarna um staðinn hjá ::éra
Arngrími. Mætti hugsa sér, að upphaflega hafi verið látið í veðri
vaka, að Helga muni hafa ætlað að fela sig í Vindárdal til að villa
um fyrir leitarmönnum, og að það hafi festst í minni einhverra
manna og orðið að munnmælum á tímabili.
En hvað um það, hann dregur enga dul á, að Helga hafi farið
huldu höfði um þetta leyti, „falið sig lengi með hyski sínu", eins og
hann orðar það. Og hann segir, að Danir hafi leitað hennar. Hafði
séra Arngrímur góða aðstöðu til að vita þetta, því að fyrri kona
hans var Solveig Gunnarsdóttir klausturhaldara á Víðivöllum,
Gíslasonar, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, þeirrar sömu,
er var með Helgu ömmu sinni um sumarið í útlegðinni. Hefur Sol-
veig auðvitað heyrtþetta sjálf af vörum móður sinnar. Þess utan var
séra Arngrímur langdvölum í Skagafirði, fæddur tæpum tveimur
áratugum eftir lát þeirra feðga, og varð einn lærðasti Islendingur
sinnar tíðar. Verður þetta að teljast traustur vitnisburður um úti-
vist Helgu Sigurðardóttur.
73