Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 90
GALDRA-BJORN I VILLINGANESI
eftir sigurð EIRÍKSSON á Borgarfelli
BjöRN er maður nefndur, kallaður Galdra-Björn. Hann
var uppi á 18. öld, en um fæðingar- og dánarár hans veit ég ekki.
Hann þótti einrænn og forneskjulegur með eindæmum, og fyrir
það mun nafn hans ennþá vera í minnum.
Föðurnafn Björns hef ég ekki heyrt. Hann fluttist norðan úr
Fljótum og settist að í Villinganesi í Lýtingsstaðahreppi, keypti
part úr þeirri jörð, 5 hundruð að fornu mati, eftir því sem ég heyrði
sagt í æsku minni. Ekki átti Björn ættingja eða skyldulið þar
fremra og hafði lítið samneyti við fólk. Hann var talinn óáleitinn
og meinhægur við nágranna, en hafði það við sig, að aðrir töldu
óráðlegt að ýfast við hann.
Ekki var stór búskapur hjá karli, eins og skiljanlegt er. Hann
átti tvo hesta, sem honum var mjög annt um og fór vel með, nokkra
sauði og eitthvað af ám. Anum kom hann fyrir í Olduhrygg yfir
sumarið. Þar voru þær í kvíum og nytjaðar með öðrum ám. Að
hausti sótti svo Björn karl rollur sínar og skyr og smjör, sem safn-
azt hafði, en borgaði þó bóndanum með einhverjum hlut af þessum
afurðum fyrirhöfn sína, því Björn lét aldrei frá sér pening, svo vit-
að væri. Bóndinn í Ölduhrygg var sá eini, sem hann hafði skipti við
þar í hrepp, og frá Ölduhrygg fór hann grasaferð á hverju vori. Ekki
fór hann með tjald í þær ferðir og var ógjarnan á sömu slóðum
og annað grasafólk.
A þeim árum voru tvær skemmur norðaustur af bænum í Vill-
88