Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 94
SKAGFIRSIN GABOK
þá átt viS, að þeir kynnu vel að hagnýta mið á landi við veiðarnar
og ferðalög á sjó. Þessir menn voru venjulega aflasælir og farn-
aðist vel.
Sveinn Magnússon frá Ketu1 kunni fjöldann allan af miðum á
Skagafirði. Stundum þuldi hann upp miðin fram og aftur um
fjörðinn, meðan verið var að beita, en því miður festist aðeins
fátt eitt svo í minninu, að hægt sé að hafa það eftir. Hann endaði
gjarnan á þessari gömlu miðavísu Þorbjörns kólku:
Mið veit ég mörg:
Matklett á Björg,
beri neðri nöf
í naglfararöf.
Spillir ei, þótt Kaldbak kali,
Kyrpingsfjöll í Leynidali.
Komi ekki einn kolmúlugur úr kafinu,
mun þá ördeyða fyrir öllu norðurhafinu.2
Vísa þessi bendir á norðlægari sióð en ætlunin var að fara á
að þessu sinni, og höldum því inn „fagra fjörðinn Skaga", helzt
í góðu veðri, því fegurðin gemr farið forgörðum, ef t.d. suðvest-
anrokið nær upp í miðjan Tindastól. Og ekki var hún heldur
skemmtileg frostspýjan á öld opnu bátanna.
1 Sveinn (f. 1866, d. 1947) var Skagfirðingur; ólst upp austan megin
fjarðar og var þar í vistum, en settist árið 1894 að á Skaga, bjó í Efra-
Nesi og Ketu; fluttist til Sauðárkróks árið 1919 og átti þar heimili
síðan. Hann var þrautreyndur sjómaður, hóf róðra á hákarlaskipi, er
hann var á sautjánda árinu, og eru til í handriti minningar hans frá þeim
tíma.
2 Vísa þessi er mjög gömul og ekki ætíð höfð á einn veg, svo sem við
er að búast. Hún er í Þjóðsögum Jóns Arnasonar og eignuð þar, eins og
yfirleitt mun gert, Þorbirni kólku landnámsmanni í Húnaþingi. Hún
er tekin upp á tveimur stöðum í Blöndu I bd. og örnefnin skýrð, sem
fyrir koma (bls. 290), en svo er einnig í Þjóðsögum J. A. Enn má nefna,
að Bólu-Hjálmar tilfærir vísu þessa í þætti sínum af Þorbjörgu Kolku á
Kolkunesi og leggur hana henni í munn. (H. P.)
92