Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 97
GÁÐ TIL MIÐA
bera nafn af því, að þar geymdi bóndinn í Skarði bát sinn (skip
sín), og á bæinn að bera yfir það. Þetta mið er aðeins notað fram-
an við Sker, og þótti hér á árabátaöldinni talsvert langt að róa
norður á Skipagil.
Silungagil er minna gil litlu utar og miðað eins, enda minna
notað sem mið.
Meyjarlandsgrunn heitir grunnið, frá Innstalandsskerjum norð-
ur að Skarfasteinum.
Leirdalur heitir gil suður úr Skarðskróknum. Var hann stund-
um hafður sem mið; á Skarð að bera yfir hann, og var kallað að
vera um Leirdalinn.
Kvíar er mið fram af Meyjarlandi, og átti eiginlega þrjú hús
að be-:a srman, þ. e. Meyjarlandsbæinn, hús niður á túninu og hús
efst á túninu. Allt voru þetta gamlar torfbyggingar. Ekki veit ég,
hvort heldur það var húsið ofan við bæinn eða neðan, sem kall-
aðist Kvíar, og því síður hvernig húsum á Meyjarlandstúni er
hagað nú.
Steinarnir eru mið á Meyjarlandsgrunni. Á steininn norðan
við bæinn Stein (bærinn dregur nafn af honum) að bera í annan
stein, sem er á bakkanum niður við sjóinn og ekki mjög áberandi.
Torfagil heitir mið ausmr af Skarfasteinum. Á Skarfasteinana
— eða stærsta steininn — að bera í samnefnt gil, sem er í melnum
sunnan við Fagranesána.
Við Skarfasteina er talið, að lokið sé þriðjungi leiðarinnar frá
Sauðárkrók til Drangeyjar eða einni danskri mílu, því sagt var, að
þrjár slíkar mílur væru frá miðjum Borgarsandi til Drangeyjar.
Hér mun vera átt við landmílur, ca. 7,5 km. Ætti þá vegalengdin
að vera nálægt 22,5 km, en eftir mælingum á sjókorti virðist hún
vera sem næst 12 sjómílur. Ein sjómíla er 1852 metrar, svo út-
koman verður sú, að munnmæli virðast í þessu tilviki standast
athugun síðari tíma.
Inn í grýtta ströndina innan við Skarfasteina ganga tvær litlar
víkur með þeim einkennilegu nöfnum, Paradís og Helvíti. Ekki
er þar góð lending, allra sízt í Víti, en sandfjara var í Paradís.
Norðan við Skarfasteina er klapparflös, er skagar talsvert í
95