Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 107
HREPPSTJÓRAR DEILA UM EINAR í BOLU
hafa til hnífs og skeiÖar. A þetta ekki sérstaklega við Akra-
hrepp.
Vald sveitastjórna var þá meira en nú. Æðsta skvlda þeirra
var að firra umdæmi sín sveitarþyngslum og berjast gegn sveit-
festi fátæklinga. Hrepparnir voru eins og borgríki í sífelldri
sp’rjöld innbyrðis. Enginn vildi hleypa hungurvofunni inn
um borgarhliðin, ef annars var kostur. Þegnarnir ætluðust til,
að yfirvöld ræktu vel þá skyldu.
Undarlegir eru mannanna vegir. Oddvitinn, sem undirritaði
kæruna til amtmanns, er nú gleymdur maður, en væntanlega
mun hreppslimurinn, sem um var ritað, enn um skeið iifa í
minnum Skagfirðinga og hlýja þeim í geði, þótt ekki væri nema
vegna þessarar vísu:
Auðs þótt beinan akir veg,
eevin treinist meðan,
þú flytnr á einum eins og ég
allra seinast héðan.
K. B.
Umburðarbréf til breppstjóranna í Akrahreppi árið 1868.1
Eins og eitt barn dó hér í sýslu í fyrra úr hor, þannig hefur mér
nú borizt til eyrna, að hér sé nýlega dáið barn úr svokallaðri upp-
dráttarsýki. Og þar eð mér berast mjög bágbornar fregnir um
bjargarskort á ýmsum heimilum, þá finn ég mig hér með knúðan
til með þessu almenna bréfi, alvarlega að skora á yður að hafa
nákvæma aðgæzlu á hinum fátækustu heimilum í hrepp yðar, að
menn þar og einkum börn og gamalmenni veslist ekki upp fyrir
bjargarskort. Og þetta finn ég því fremur ástæðu til að gjöra,
sem hrepp yðar stóð til boða framan af vetrinum meira korn en
þegið var.
Jafnframt verð ég að láta í ljósi, að þér standið í ábyrgð fyrir
bjargarskorti allra þeirra, sem nú eru heimilisfastir í hrepp yðar,
hvar sem þeir eru sveitlægir, sjálfsagt móti endurgjaldi frá hlut-
aðeigandi hrepp fyrir það, sem þér leggið þeim, sem annars staðar
eru sveitlægir.
1 Bréfið er í einkaeign, svo og bréfið, sem á eftir fer.
105