Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 109
HREPPST JÓRAR DEILA UM EINAR í BÓLU
Það virðist auðsætt af bréfi fyrrverandi hreppstjóra sgr. Þor-
kels á Frostastöðum,1 merkt 10, að þegar sgr. Sveinn,2 þá verandi
hreppstjóri í Holtshreppi kom 13. marz 1873 með bréf Einars
frá 8. s.m., þá gat ekki sgr. Sveinn gefið sgr. Þorkeli neina upp-
lýsingu um það eiginlega ástand með bjargræði fyrir menn í
Sigríðarstaðakoti, þá í bráðina, en sagði Einar fyrir skepnur sínar
eiga yfirið næg hey og skuldlausan utan um nokkra ríkisdali, eft-
irstöðvar landsskuldar.
Þessum ókunnugleika sínum um þá eiginlegu matbjörg í Sig-
ríðarstaðakoti mótmælir sgr. Sveinn ekki í bréfi frá 24. marz 1876,
merkt 17, en skírskotar þar einna mest til orða beiðandans sjálfs
um sveitarstyrkinn. Og nú á ný að yfirveguðu bréfi Einars frá
8. marz 1873 segir hann svo: „Þar eð ég ekki sé, að ég geti nú
framdregið líf mitt og minna hjálparlaust til komanda sumars,”
og í sama bréfi: „hjálpa mér um einnar matartunnu virði eða
10 rd." Af þessu virðist mér mega ráða einungis Einar hafi álitið
sig tæpstaddan með matbjörg fyrir 7 manns, sem heima var — þar
til hann fengi bjargræði af skepnum sínum m. fl. og af bréfi merkt
1 má þó sjá, að Einar hafi fengið lánaða einungis 7 rd. 12 sk.,
og hefur því ekki verið í sannri þörf um 10 rd., sem hann beiddi
um í bréfinu, en í niðurlagi þess segir Einar svo: „sem ég fór þá
ekki á flot fyrr en ég sá mig að öllu alþrota". Þetta virðist mér
ósamhljóða því, er hann áður í sama bréfi skýrir frá, „2 kýr að nafn-
inu, önnur þeirra geld að mestu í allan vetur". Og verður mér út
af þessu að leggja þann skilning í orðin „öllu alþrota", að þau
séu í þessu tilliti alveg ógild, því svo getur ekki sá verið að mat-
björg, sem hefur tvær kýrnytjar daglega, þó að önnur þeirra fram
að þeim tíma að vetrinum væri í lágri nyt. Einnig virðist mér
flestum megi skiljast, að 7 rd. 12 sk. virði í kornmat ásamt mjólk
úr ofannefndum kúm handa 7 manns frá 8. marz til þess tíma að
matbjörg fengizt að sumrinu, hafi ekki getað fullnægt, hefði
hann þá verið að „öllu alþrota", og álít ég þetta fulla sönnun
fyrir því, að ekki hafi svo verið. A þessu bréfi hafa þeir hrepp-
1 Pálsson (1837—1920).
2 Sveinsson (1809—1873). Góð vinátta var með Sveini og Einari.
107