Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 123
ORNEFNI OG SAGNIR
Meðal huldufólkssagna má geta um þessa:
Jón hét bóndi á Varmalandi eftir miðja 19. öld. Hann var
Ingimundarson. Þá bjó Þorgergur nokkur á Dúki. Sumir sveita-
bændur áttu á þeim árum litla báta og brugðu sér í róðra, þegar
aflavon var á Skagafirði. Spöruðu þeir fiskikaup með þessu.
Einu sinni ákváðu þeir Jón og Þorbergur að róa einn eða tvo
róðra, þegar þeir væru búnir að slá túnið. Jón varð fyrri með sitt
tún, og af því að engjar voru illa sprottnar, hugsaði Jón sér að
slá Bolla, því að þar er alltaf kafgras, þó að allt sé urið í kring,
hvaða tíma árs sem er. — Að því búnu búa þeir bændur sig til
sjávar, og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir koma heim
eftir 2—3 daga. Sögðu þeir sínar farir ekki sléttar. Þegar þeir
voru nýrónir, gerði á þá vestan rok. Árin önnur brotnaði í hönd-
um Jóns og hrakti þá austur yfir fjörðinn. Náðu þeir nauðulega
landi þar. En ýmsir töldu þá af. Konu Jóns dreymdi, meðan Jón
var í hrakningunum, að til hennar kæmi kona, sem sagði: „Nú
er Jóni launaður slátturinn." Svo hvarf hún, en konan vaknaði og
þótti illa dreymt. Síðan hefur Bolli staðið ósleginn.
(Skrifað eftir Bjarr.a Þorleifssyni í Sólheimum).
Dularfulla keraldið
Austan við Sæmundará í Ibitshólslandi á móti Fjalli í Sæm-
undarhlíð er grasigróin, slétt eyri, sem kallast Keraldseyri. Eftir-
farandi saga er sögð um uppruna nafnsins:
Þegar Arni Helgason var bóndi á Fjalli eftir 1800, hafði hann
beitarhús suður í Fjallsteigum og hýsti þar sauði sína. Hafði hann
sérstakan mann til að gæta sauðanna, sem reknir voru til beitar
hvern dag, sem fært var vegna veðurs. — Þá er það gamlárs-
kvöld eitt, að sauðamaður hyggst að smala sauðunum til hýsingar
að vanda, en þá vantar nokkra af sauðunum. Lætur hann þá inn,
er vísir voru, en leggur svo á stað að leita þeirra, sem vantaði, því
að allbjart var af tungli og færi gott. Leitar hann um Teigana, en
verður einskis vísari og líður svo kvöldið að vökulokum, að hann
finnur hvergi sauðina. Leggur hann þá leið sína um Tjarnarhóla
121