Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 135
HESTASTEINNINN í DJÚPADAL
„Þú verður að ganga á undan í glímunni við steininn, ef þú átt
að fá Stjána til að snerta á honum," sagði Valdimar að lokum,
og felldum við svo spjallið.
Stjáni sá, er Valdimar átti við, hét raunar Kristján Gíslason.
Hafði hann átt heima í Djúpadal nokkur umliðin ár. Var hann,
er hér var komið, 17—18 ára gamall og allt að því fullvaxinn.
Eins og Valdimar sagði, var Kristján orðinn allsterkur, en oftast
linur í átökum og hægfara, en gat þó verið fullröskur til vinnu,
ef honum hljóp kapp í kinn.
Skömmu eftir frásögn Vaidimars af hestasteininum fór ég að
athuga kauða. Þetta var svo sem ekki neinn merkisgripur, illa
lagaður grásteinshnullungur. Það eina, sem var einkennilegt við
hann, var það, að gat lá í gegnum eitt hornið á honum. Gatið var
það vítt, að draga mátti í gegnum það venjulegan silakaðal. En
þessu gati mátti steinninn þakka það, að hann var fluttur með
ærnri fyrirhöfn annað hvort utan og ofan úr skriðum eða sunnan
úr árgljúfri heim í hlaðvarpa í Djúpadal og dubbaður upp í þá
veglegu stöðu að vera hestasteinn á þessu gamla og glæsilega býli,
þar sem ærið oft var gestkvæmt, þótt úrleiðis væri.
Þegar ég fór að velta steininum fyrir mér, sá ég, að fletir voru á
honum, en raðirnar afsleppar líkt og af vatni sorfnar væru. Þó fann
ég fljótlega allgóð tök á þeim gráa, og eftir nokkurt þauf lyftist
hann frá jörðu. Næstu kvöldin tvö eða þrjú glímdi ég svo við stein-
inn, og veittist mér æ léttara að lyfta honum. Þegar ég þóttist vera
orðinn nógu leikinn í listinni þeirri, tók ég Stjána tali og spurði
hann, hvort Valdimar hefði sagt honum söguna af hestasteininum
hérna í Djúpadal.
„Ef það er sagan af því, þegar Eiríkur afi hans velti steininum
fram af hólnum á móti Pétri Pálmasyni, þá hef ég heyrt hana oftar
cn einu sinni," svaraði Stjáni. „En sagði hann þér ekki líka frá því,
að allir karlar, sem hér í Djúpadal hafa hlotið þroska sinn, glímdu
við hestasteininn og hætm ekki fyrr en þeir gátu loftað honum?"
spurði ég.
„Jú," svaraði hann, „en ætíð þegar Valdimar er að ota mér
á steininn, svara ég því til ,að hann verði sjálfur fyrst að taka hann
133