Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 136
SK AGFIRÐINGABOK
upp, og þá skuli ég reyna við hann á eftir og ekkert af mér draga.”
„Jæja, Stjáni minn, ég ætla þá að byrja að fást við kauða, og beri
ég sigur úr býtum í þeim átökum, er þér óhætt að reyna við hann,
og þá vil ég, að þú dragir ekki af þér."
Stjáni kvaðst til þess albúinn. Gengum við því næst fram á
varpann og að steininum. Ég fór svo að velta honum til eins og
ég væri að leita eftir tökum á honum, en hóf hann því næst frá
jörðu, svona í haéhæð, lagði hann svo niður með hægð. Stjáni fór
svo að bisa við steininn, en án árangurs. Þá sýndi ég honum tökin
þau, er mér virtust gefa beztu raun, og hvatti hann til að leggja
nú fram alla sína krafta, svo að sigra mætti hann þrautina þá að
lyfta steininum. Stjáni gerði þá aðra skorpu, og tókst honum
loks að losa steininn frá jörðu. Kvað ég þetta nóg að sinni. Eftir
þetta leið varla svo dagur, að við Stjáni glímdum ekki við stein-
inn, enda urðum við leiknir í átökunum við hann að lokum. Ég
tók hann hiklaust upp í fangið og rölti með hann spölkorn. Stjáni
lyfti honum líka léttilega, að því er virtist, en aldrei nema í kné-
hæð. Honum tókst aldrei að rétta sig upp með kauða, til þess
vantaði hann bakfiskinn. Valdimar kom af og til á þessar lyftinga-
æfingar okkar félaga, og hvatti hann Stjána óspart til að rétta úr
hlykknum, eins og hann kvað að orði, en Stjáni hafði æ hið sama
svar á reiðum höndum: „Taktu steinskrattann sjálfur upp á bringu,
þá skal ég svei mér skrúfa mig á eftir." En Valdimar hristi aðeins
höfuðið og greip um bakið. Og tíminn leið fram til sumarmála,
kennslu var hætt, en önnur störf hafin, sem reyndu meira á orku
handa og fóta, hryggjar og tauga.
Svo var það síðla vors þetta sama ár, að leið mín lá í námunda
við Djúpadal. Datt mér þá í hug að skreppa þangað heim og
heilsa upp á gamla kunningja. Mér var tekið með kostum og
kynjum á þessu gestrisna heimili og ekki um annað að tala en ég
kæmi í bæinn. Ég batt hestinn við steininn góða og þá boðið.
Þegar ég hafði notið góðgerða, sem ekki voru við neglur skornar
fremur en venja var á því heimili, sýndi ég á mér fararsnið. Þeir
fylgdu mér til dyra Valdimar og Kristján. Þegar við þremenning-
arnir komum fram á hlaðvarpann, varð mér litið heim til bæjar-
134