Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 137
HESTASTEINNINN í DJÚPADAL
ins aftur. Sá ég þá, að búið var að bera út reiðinga og hlaða þeim
á sinn gamla stað, norðan við skemmudyrnar. Ég leysti þá hest-
inn frá steininum, fékk Valdimar tauminn, tók svo steininn og hóf
hann í fang mér, síðan rölti ég eins settlega og mér var unnt heim
að reiðingabunkanum og lagði hann þar upp á. Stjáni hafði komið
í humátt á eftir mér, og nú sneri ég mér að honum og sagði:
„Nú ætla ég þér hlutverk Hólmfríðar, Kristján Gíslason."
Stjáni gekk þegjandi að bunkanum, velti steininum upp í
fangið og rogaðist með hann fram á hólbrúnina og lét hann
falla þar í sitt forna leg.
Eg held að þetta hafi verið í síðasta sinn, er ég fór höndum
um hestasteininn í Djúpadal. En þangað kom ég oft og átti þar
ætíð vinum að mæta. Það er líklega kringum hálfan tug ára síðan
ég reisti þangað síðast, dvaldist einn dag hjá hinum yngri vinum
mínum þar. Hinir eldri, sem byrjuðu lífið um svipað leyti og ég
eða fyrr, voru allir horfnir af sviðinu: Valdimar fyrstur, hálf-
sextugur, en hjónin Eiríkur og Sigríður bæði í hárri elli.
Nú er gamli bærinn, sem þótti rúmgóður og reisulegur um
aldamót aflagður sem mannabústaður, en framan við hann risið
steinhús allstórt, sem gengdi hlutverki hans. Þar deildi ég herbergi
með Stefáni Eiríkssyni. Stefán Eiríksson fór allungur í vestur-
víking, þ.e. til Ameríku, og dvaldist þar öll sín þroskaár eða fulla
þrjá tugi ára. Nú var hann fyrir nokkru alkominn heim og hugð-
ist dvelja á sínu kæra, gamla ættaróðali, það sem eftir væri ævi-
dagsins.
Við Stefán höfðum næg umræðuefni, bæði frá gömlum tíma
og nýjum. Meðal annars spurði ég hann eftir gamla hestastein-
inum, hvort hann mundi týndur vera og tröllum gefinn. Ekki
kvað Stefán steininn týndan, en lítil ræktarsemi mundi honum
sýnd vera, „eða eigum við að líta á kauða?" Ég kvaðst þess allfús
vera. Gengum við þar næst út og austur fyrir nýja húsið, þar
stóðu enn leifar af gamla bænum, fórum við austur fyrir þær og
út með austurveggnum. Sumarið var liðið að byrjun sláttar, og
bylgjaðist kafgresið á suður- og upptúninu alveg heim að bæjar-
vegg. Við Stefán óðum því hnéhátt grasið út með veggnum, unz
135