Skagfirðingabók - 01.01.1973, Qupperneq 157
SENDIBRÉF FRÁ NÍTJÁNDU ÖLD
Sá er reikningur gjörður, og mun hann sanna, að jörð sú eftir
almennum prísum kostar 1000 rd., ef hún er bætt með 500 rd.
þá er hún betri 2000 rd. virði eftir, en hún var 1000 rd. virði
áður, og er þá kostnaðarlaus vinningur 500 rd. — er það ekki
tilvinnandi?
Mikið líklegt er, að útgjöld almúga heldur fari vaxandi, og er
þá almenningur ekki fær að rísa undir meiru en er, af því jarðir
eru svo erfiðar og ónýtar, en gerðu þeir bætur, þó ekki væri meiri
en helfingur af því, sem mætti verða, mundi bóndinn vel stand-
ast, enda þó útgjöld hans væru meiri en nú er. Margt mætti
fleira hér um tala, ef tíminn leyfði, segja menn eftir prestunum;
ég ætla nú líka að hætta og biðja þig forláts á öllu þessu rugli.
Hjartanlega bið ég að heilsa konu þinni, foreldrum þínum og
börnum, líka gamla Einari1, og einnin Michel2; ég óska honum
til lukku með giftinguna, ég heyri, svo sé orðið, segðu hönum
ég voni eftir bréfi frá hönum, sem hann hafi skrifað sjálfur. —
Vertu sjálfur hjartanlegast kvaddur af
Þínum elskaða þénustusk.
vin
GStephansson.
(Bréfið er í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. — Helztu heim-
ildir: prestsþjónustubækur Barðs-, Stórholts- og Hofspresta-
kalla, altarisbók og minisisterialbók Hóladómkirkju; Annáll
nítjándu aldar, II, 105, 187, 339; Saga frá Skagfirðingum
(hdr. í HSk.); Norðanfari 1874, marz (aukablað), bls. 25;
Þjóðólfur I, 94; III, 299; Hljóðólfur II, 30.—31. tbl.; Lanz-
tíðindi (Hálfsmánaðarrit) I, 48; Hafnarstúdentar, 165; Ný fé-
lagsrit 1846; Saga Sauðárkróks I, 254, 386.)
1 Þ.e. Einar Guðmundsson umboðsmaður, Hraunum (d. 1855).
2 Olafsson vinnumaður á Hraunum.
155