Skagfirðingabók - 01.01.1973, Qupperneq 159
MINNISSTÆÐUR HÁKARLSROBUR
þótti veðurútlit ótryggilegt. Stjórnari var hann talinn góður og
mjög farsæll formaður. Sveinn átti stóran sexæring, sem Sæfari
hét. Keypti hann bátinn frá Skagaströnd. Sæfari átti sér þá sögu,
að í mannskaðaveðrinu 2. janúar 1887 fórst af honum öll áhöfnin
— sex menn. Þá hét báturinn „Sailor", og átti hann Oli Möller
kaupmaður í Viðvík í Höfðakaupstað. Formaður á honum, er
slysið varð, var Arni Jónsson frá Hólagerði.
Magnús Björnsson, fræðimaður frá Syðra-Hóli, getur slyssins
með þessum orðum í bók sinni Svipir og sagnir úr Húnaþingi:
„Viðvíkurbátinn, er Arni Jónsron stýrði, rak á Illugastöðum á
Vatnsnesi, mannlausan. Mátti hann kallast óbrotinn, sá aðeins
lítillega á súðum í tveim stöðum. I honum voru segl og árar,
kljásteinar og fleira smálegt og tóbaksponta formanns, er stungið
var undir röng. Tvær árarnar voru brotnar. Líklegt þótti, að for-
maðurinn hefði ætlað sér að ná lendingu á Illugastöðum, því að
þar var hann gagnkunnugur. Sjáanlegt þótti, að báturinn hefði
aldrei farið af kili. Þótti líklegast, að menn alla hafi tekið út
áður en upp í víkina kom og þá helzt á skeri, er brýtur á þar fram
undan...
Bátur Ola Möllers, sá er rak á Illugastöðum, var fluttur heim og
settur upp á Hólanesi. Var sem mönnum stæði nokkur beygur af
því að róa honum, unz Felix Felixson dreymdi, að hann sæi mann
sitja í skut bátsins og færi hann með þetta stef:
Andvari þetta skírist skip,
skaðsemdum frá það mönnum vendi,
guð með upplyftri hjálparhendi,
hann blessi þcð rem góðan grip,
leiðbeini því að landi og frá.
Ljós verndarengill sé í stafni.
Hjálpi oss vor faðir himnum á
í herrans Jesú milda nafni.
Báturinn hafði áður heitið Sailor, eins og fyrr er sagt, en nú
hlaut hann nafn það, er honum var gefið í draumnum. Þótti hann
happaskip."
157