Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 168
SKAGFIRBINGABÓK
vísa hlýtur að teljast ástarjátning til Heiðarhnjúksins, en hann
er suðvestan í þessu mikla fjalli:
Þótt hann beri bleikan dúk
og blæju hvítan feldinn,
sárt er mér af Heiðarhnjúk
hvarma- slíta -eldinn.
Onnur staka um Heiðarhnjúk, ekki eins hjartaheit, varð Bald-
vini á munni:
A storðu gljáir stórvaxinn,
stormi þráa mæddur,
Heiðar- blái -hnjúkurinn
hökli snjáa klæddur.
I ljóðabréfi einu minnist Hreggviður skáld á Kaldrana Eiríks-
son á voveiflegan atburð í Tindastóli:
Höldar tveir þar fé sig fól
ferðast meir og þreyttu ról
á hálum leir við hnísuból
hröpuðu þeir í Tindastól.
Ljóðabréf þetta er ort árið 1819 til Margrétar Pálsdóttur á
Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum (prentað í Hafurskinnu, 1. h.,
Ak. 1944). Atburður sá, er Hreggviður segir hér frá, varð er
Gísli, sonur Magnúsar prests á Fagranesi Arnasonar, hrapaði til
bana í Tindastóli ásamt öðrum manni, þar sem þeir voru að bjarga
fé. Samkvæmt Annál 19. aldar (1. b. bls. 251) var þetta um
miðjan nóvember 1818.
Hreggviður á Kaldrana var snjall hagyrðingur, og hafa nokkrar
góðar stökur hans varðveitzt. Um Hreggvið hefur Magnús Björns-
son frá Syðra-Hóli ritað greinargóðan og skemmtilegan þátt, þar
sem nokkuð af kveðskap hans er tilfært (Hlynir og Hreggviðir,
Ak. 1950, bls. 58).
Benedikt Jónsson Gröndal, skáld og háyfirdómari, afi Bene-
166