Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 170
VÍSNASYRPA
dikts yngra Gröndals, var á námsárum sínum, milli 1770 og
1780, kaupamaður í nokkur sumur í Skagafirði. Að sögn Haniies-
ar Þorsteinssonar, sagnfræðings (Merkir Islendingar, Rvík 1963),
var hann eitt sumar kaupamaður í Viðvík hjá Jóni Péturssyni
fjórðungslækni, og á þá að hafa ort eftirfarandi vísu, sem fræg
hefur orðið:
Betur greiða högg ég hlýt
hóli þeim af frosti kól.
Setur geisla sína hvít
sól á miðjan Tindastól.
A Frostastöðum í Blönduhlíð fram situr fáum árum seinna
sýslumaðurinn Jón Espólín og sýslar við ættartölur sínar millum
þess, sem hann dæmir skagfirzka og húnvetnska þjófa með mis-
jöfnum árangri.
En hann þarf einnig að standa upp frá skriftum og dómsmálum
og líta til veðurs endrum og eins, og þá verður honum að sjálf-
sögðu Stóllinn að veðurvita eins og mörgum öðrum. Gísli Kon-
ráðsson segir í Ævisögu Espólíns, að sýslumaður hafi eitt sinn
ort þetta um uppgangsveður á norðan:1
Norðan róla skeiðin skökk
ský á bólum vinda.
Svöl er gjóla, svell óklökk,
setur í Stólinn hvítan mökk.
En það voru ekki aðeins forfeður okkar á 18. og 19. öld, sem
fundu hjá sér hvöt til að binda nafn Tindastóls í kveðskap sinn.
Slíkt gerist einnig nú á tíð.
Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti í Gönguskörðum, skólastjóri
á Sauðárkróki um hálfrar aldar bil, látinn fyrir fáum árum, orti
eitt sinn þessa snjöllu haustvísu:
1 Saga Jóns Espólíns hins fróða sýslumanns í Hegranesþingi. Rituð
af honum sjálfum í dönsku máii, en Gísli Konráðsson færði hana á
íslenzkt mál, jók hana og hélt henni fram. Khöfn 1885, bls. 189.
168